« Við þörfnumst JesúSaga um ríkan mann »

11.04.06

  20:28:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 195 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Hvað ættum við ekki að gera fyrir okkar konung?

Sú saga er sögð af her Napóleons að eitt sinn varð hann fyrir árás og varð að hörfa í skyndi. Herinn varð að fara [þar sem br]ýrnar höfðu verið eyðilagðar. Napóleon gaf skipun um að einhvers konar brú yrði að reisa samstundis.

Hermennirnir sem næstir voru ánni hófu strax hið nánast óvinnandi verk. Þungur straumurinn þreif suma þeirra með sér og aðrir drukknuðu sökum kulda og örmögnunar. En í hvert skipti sem það gerðist komu aðrir hermenn í þeirra stað og héldu áfram verkinu. Loks var brúin tilbúin og her Napóleons fór heilu og höldnu yfir brúna.

Þegar Napóleon skipaði mönnunum sem höfðu reist brúna að koma upp úr vatninu, hreyfði enginn þeirra sig. Þeir voru fastir og hreyfingarlausir við brúarstöplana. Þeir höfðu frosið til dauða. Jafnvel Napóleon felldi tár.

Ef þessir menn voru reiðubúnir að leggja slíkt á sig fyrir jarðneskan konung, hvað ættum við ekki að gera fyrir okkar konung konunganna?

No feedback yet