« Páskar í öðrum löndum Sagan um "Kallana" tvo »

08.03.08

  14:48:23, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 141 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Hvað ætlar þú að gera við líf þitt?

Hér eru samræður sem áttu sér stað milli föðurs og sonar.

Faðirinn spurði soninn hvað hann ætlaði að gera við líf sitt.

"Ég ætla að læra einhverja iðn."

"Og síðan hvað?", spurði faðirinn.

"Ég ætla að stofna mitt eigið fyrirtæki."

"Og síðan hvað?."

"Ég ætla að vera duglegur að vinna og verða ríkur", sagði sonurinn.

"Og síðan hvað?"

"Þegar ég verð gamall mun ég lifa á peningunum mínum."

"Og síðan hvað?", spurði faðirinn.

"Ég bíst við að einhvern daginn muni ég svo deyja", sagði sonurinn.

"Og síðan hvað?", spurði faðirinn.

En þá varð aðeins hljóð.

Sonurinn hafði ekki enn lært að líta framhjá sjálfum sér og þessu lífi.

No feedback yet