« Ljóð eftir Erika Papp FaberRitningarlesturinn 16. október 2006 »

16.10.06

  08:23:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 258 orð  
Flokkur: Hugleiðingar

Hugleiðing eftir John Henry Newman, kardínála (1801-1890).

Guð hefur skapað mig til að inna eitthvað sérstakt verk af hendi fyrir sig. Hann hefur falið mér að leysa eitthvað ákveðið verk af höndum sem hann hefur ekki falið einhverjum öðrum að gera. Ég hef mína köllun – Ef til vill veit ég aldrei hvað hún er í þessu lífi, en mér verður greint frá henni í komandi lífi.

Ég er hlekkur í keðju, í samskiptum við annað fólk. Hann hefur ekki skapað mig til einskis. Mér er ætlað að leiða eitthvað gott af mér, mér er falið að vinna hans verk. Mér er ætlað að vera engill friðar, predikari sannleikans á mínum skipaða stað þó að slíkt vaki ekki fyrir mér – einungis ef ég hlýðnast boðorðum hans.

Því treysti ég honum. Hvað sem ég fæst við og hvar sem ég er verður mér aldrei fleygt á dyr. Ef ég er sjúkur þjóna veikindi mín honum. Ef ég horfist í augu við vandamál eru það þau sem þjóna honum. Ef ég er sorgmæddur mun sorg mín þjóna honum. Hann gerir ekkert án takmarks. Hann veit hvað vakir fyrir sér. Hann getur svipt mig vinum mínum. Hann getur látið mig dvelja meðal framandi fólks. Hann getur látið mig þjást af einmanakennd, gert mig örvæntingarfullan, hulið framtíð mína fyrir mér – en samt sem áður veit hann hvað vakir fyrir sér.

1 athugasemd

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Takk, Jón. Newman er afburðahöfundur, við þurfum að birta ýmislegt eftir hann, er stundir renna …

16.10.06 @ 21:32