« Baldwin frá Ford (?-um1190), ábóti í sistersíanreglunni – Drottinn, fjarlægðu steinhjarta mittNóttin er ljós mitt – eftir Wilfrid Stinissen ocd (2) »

26.08.08

  06:51:24, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 416 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

„Hreinsaðu fyrst bikarinn innan“ – Hl. Jóhannes Eudes

Ó Guð minn, hversu undursamleg er ekki sú elska sem þú berð í brjóti til okkar! Eilíflega ertu þess verður að vera elskaður, lofaður og vera gerður dýrlegur! Sjálfum skortir okkur bæði hjarta og anda til að gera þetta nógsamlega, en í vísdómi þínum og gæsku hefur þú lokið upp leið fyrir okkur til að gera þetta. Þú hefur gefið okkur Anda og Hjarta Sonar þíns til þess að verða að okkar eiginn anda og hjarta eins og þú gafst okkur fyrirheit um fyrir munn spámanna þinna: „Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst“ (Esk 36. 26). Og til þess að gera okkur ljóst hver hvað þetta nýja hjarta og andi er bætir þú við: „Og ég mun leggja yður anda minn í brjóst,“ það er að segja hjarta mitt“ (v. 27). Einungis Andi og Hjarta Guðs megnar að lofa og vegsama Guð, að blessa hann og elska með verðugum hætti. Það er af þessari ástæðu sem þú hefur gefið okkur þitt Hjarta, Hjarta Jesú, Sonar þíns, og auk þess hjarta guðdómlegrar móður hans og allra hinna heilögu og englanna sem öll til samans verða að einu hjarta, rétt eins og limirnir mynda einn líkama (Ef 4. 16) . . .

Þannig skuluð þið, bræður mínir, hafna ykkar eigin hjarta, ykkar eiginn anda, ykkar eiginn vilja og ykkar eigin vegsemd. Gefist Jesú svo að þið getið gengið inn í djúp Hjarta hans sem felur í sér hjarta móður hans og allra hinna heilögu og glatið sjálfum ykkur í þessu óræðisdjúpi elsku, auðmýktar og þolgæðis. Ef þið elskið náunga ykkar og látið góðverk af ykkur leiða, elskið hann þá og annist eins og ykkur ber að gera í Hjarta Jesú. Ef þið verðið að auðmýkja ykkur, auðmýkið ykkur þá í auðmýkt þessa Hjarta. Ef ykkur ber að lofa, tilbiðja og þakka Guði, gerið það þá í einingu við tilbeiðslu, lofgjörð og þakkargjörð þeirri sem þetta mikla Hjarta glæðir með ykkur . . . Hvað sem þið takið ykkur fyrir hendur að gera, gerið það þá í Anda þessa Hjarta og hafnið ykkar eigin hjarta og gefist Jesú svo að þið getið starfað í þeim Anda sem gefur þessu Hjarta líf. (Tilbeiðsluverða hjarta, 12. kafli).

Sjá Rósakrans hins Alhelga Hjarta Jesú:

http://www.kirkju.net/index.php/2008/02/25/

No feedback yet