« Signingin | Þorláksbúð í Skálholti endurreist » |
Dagskrá Hólahátíðar sem verður nú um helgina 13.-15. ágúst er sem hér segir:
Föstudagur 13. ágúst
Kl. 20.30 Málþing í Auðunarstofu: Unga fólkið og kirkjan.
Þorgeir Arason og Anna Dúa Kristjánsdóttir flytja ávörp og sitja fyrir svörum.
Laugardagur 14. ágúst
Kl.7.00 Brottför með rútu í pílagrímagöngur dagsins. Pílagrímagöngur úr tveimur áttum:
Um Heljardalsheiði frá Atlastöðum í Svarfaðardal kl. 9.30.
Biskupaleið: Frá Flugumýri að Hvammsdal. Mæting við Flugumýrarkirkju kl. 7.30.
Skráning í göngur hjá Málfríði Finnbogadóttur.
Kl. 9.00 Morgunsöngur í kirkjunni.
Kl. 10.00 Ratleikur um nágrenni Hólastaðar.
Kl. 12.30 Gengið frá Hólastað í Gvendarskál.
Kl. 13.30 Ungmennafélagið Hjalti stendur fyrir hlaupi frá Hólastað í Gvendarskál, þar sem vígslubiskup syngur pílagrímamessu við altari Guðmundar góða.
Kl. 15.00 Fornleifarölt.
Kl. 16.00 Vígsla Söguseturs íslenska hestsins.
Kl. 18.00 Tekið á móti pílagrímum við kirkjuna – kvöldsöngur.
Kl. 19.30 Grillveisla.
Kl. 21.00 Fáránleikar á íþróttavellinum.
Kl. 22.00 Kvöldvaka við varðeld.
Sunnudagur 15. ágúst
Kl. 9.00 Morgunsöngur í kirkjunni.
Kl. 11.00 Samkoma í Auðunarstofu, Benedikt Gunnarsson listmálari afhendir staðnum listaverk að gjöf og flytur ávarp.
Kl. 14.00 Hátíðarmessa í Hóladómkirkju.
Kl. 15.00 Kirkjukaffi í Hólaskóla.
Kl. 16.30 Hátíðarsamkoma í kirkjunni.
Hólaræðan: Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Skáld Hólahátíðar: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Tónlist: Eyþór Ingi Jónsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson.
Heimild: Vefurinn holar.is