« Hl. Jóhannes af Krossi – um hreinsandi mátt hins guðdómlega ljóss Heilags Anda.Heil. Antoníus frá Padúa (um 1195-1231), fransiskani og kirkjufræðari – Um áhrif Sannleiksandans »

28.04.08

  22:37:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 240 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Hl. Símon nýguðfræðingur – Guð sameinast guðum í Heilögum Anda.

Ef sá sem ber hið innra með sér ljós Heilags Anda fær ekki staðist ljóma þess, fellur hann fram á ásjónu sína og hrópar af skelfingu og dauðskelkaður, rétt eins og sá sem sannreynir eitthvað sem stendur hinu náttúrlega eðli ofar, ofar orðum og skynsemi. Hann er líkur manni með logandi iður og þar sem hann megnar ekki að standast þennan brennandi eld, verður hann eldinum að bráð og er sviptur allri getu til að vera í sjálfum sér.

En með sífelldu flóði og kælingu táranna logar eldur hinnar guðdómlegu þrár enn skærar og verður að uppsprettu en frekara táraflóðs. Og þegar hann laugast í þessu táraflóði tekur hann að ljóma enn skærar. Þegar svo er komið að hann skíðlogar og verður sem ljós, rætast orð Jóhannesar hins guðdómlega til fulls: Guð sameinast guðum og verður þekktur af þeim (Guð sameinast þeim sem hann guðsgjörir og er þekktur af þeim). Þetta getur gerst með svo afgerandi hætti (orðið svo áþreifanlegt) að sá hinn sami hefur þegar sameinast Guði sem er eitt með honum og hefur reynst þess verður að þekkja Guð.

Fílókalían: Hagnýt og guðfræðileg fyrirmæli, 70.

No feedback yet