« Ritningarlesturinn 17. nóvember 2006Ritningarlesturinn 16. nóvember 2006 »

16.11.06

  17:06:06, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 93 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Hl. Katrín frá Siena – Ó, eilífi Faðir!

Ó eilífi Faðir!
Við vorum hulin
í garði hjarta þíns.
Þú kallaðir okkur fram
úr heilögum huga þínum sem blóm
og krónblöðin eru sálarkraftarnir þrír.
Og í hverjum þeirra og einum
huldir þú alla jurtina
svo að þeir bæru ávöxt í garði þínum,
og gætu horfið að nýju til þín
með þá ávexti sem þú gafst þeim.
Þannig kemur þú aftur til sálarinnar
til að fylla hana með blessun þinni.
Þarna dvelja sálirnar
eins og fiskurinn í sjónum
og sjórinn í fiskinum.

Úr 20. bæninni.

No feedback yet