« Kom þú Heilagur Andi – í tilefni UppstigningardagsUm kaþólskar fyrirbænir samkvæmt hinni heilögu arfleifð »

22.05.06

  13:12:15, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 408 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Heilög Fílómena blóðvottur – Litli katakompudýrlingurinn

Jarðneskar menjar hl. Fílómenu fundust í upphafi nítjándu aldar eða þann 24. maí árið 1802 meðan unnið var að uppgreftri í katakompunum í Róm sem í reynd halda stöðugt áfram. Þá kom gröf í ljós sem lokað hafði verið með þremur múrsteinum og eins og þeir komu fyrir sjónir í upphafi mátti lesa eftirfarandi áletrun á þeim:

LUMENA – PAX TE – CUM FI

Letrið var rauðlitað og umlukið kristnum táknum. Eftir undirbúningsrannsókn blasti við sjónum að röð steinanna var ekki rétt. Annað hvort var þetta sökum þess að þeim hafði verið komið fyrir í flýti, eða þá að einhver sem var ekki alltof sleipur í latínu hafði komið þeim svona fyrir í grafaropinu. Þegar þeim var raðað rétt mátti lesa:

PAX TE – CUM FI – LUMENA

Pax tecum Filumena! – „Friður sé með þér Fílómena!“ Þegar steinarnir voru fjarlægðir daginn eftir mátti sjá í gröfinni leirkrús sem hulin var að innan því sem kom í ljós að var blóð. Ljóst var að hér var um blóð að ræða sem safnað hafði verið saman við dauða píslarvotts, eins og tíðkaðist meðal kristinna manna á tímum ofsóknanna miklu. Blóðið var menjar píslarvættis. Blóðið var losað innan úr leirkrúsinni sem það loddi við og komið fyrir í krystalkeri af ítrustu varfærni. Viðstaddir fræðimenn urðu undrandi að sjá að þessar blóðmenjar tóku að ljóma jafnskjótt og þær komu í krystalkerið líkt og um gull eða silfur væri að ræða, eða þær skinu þá líkt og demantar eða eðalsteinar eða opinberuðu alla liti regnbogans. Þetta einstaka fyrirbrigði hefur haldið áfram allt fram til dagsins í dag.


Annað sem gerir þetta blóð svo einstætt í sinni röð er að það tekur stundum á sig dekkri mynd. Þetta virðist gerast þegar þeir sem eru þess óverðugir auðsýna því lotningu. Eitt slíkt tilvik átti sér stað þegar prestur nokkur sem hafði lifað lífi sem var ósamboðið köllun hans nálgaðist það. Þegar hann kyssti helgiskrínið varð blóðið afar dökkt á litinn. Það öðlaðist að nýju eðlilegan lit þegar hann hvarf á braut.

Lesa má meira um hl. Fílómenu á Vefrit Karmels

1 athugasemd

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir þessa grein Jón. Það er fengur að þessu efni um hl. Fílúmenu.

23.05.06 @ 18:40