« BÆN UM AÐ SAMLÍKJAST HJARTA JESÚ – arfleifðin (höfundur ókunnur).ÞRÁ EFTIR ANDA KRISTS – Stefano Fridolin (d. 1498) »

20.01.07

  08:56:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 226 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

HJARTA KRISTS, ALTARI ALHEIMSINS – bæn Br. Davids Stendl-rast O.S.B.

Elskuríki Faðir! Þú sendir þinn elskaða Son í heiminn til að gefa okkur líf í Anda helgunar þinnar, elsku og einingar. Þegar þú skapaðir alheiminn bjó einungis ein fyrirhugun þér í huga – Guðmennið – sem allt beinist til. Þegar þú skapaðir hjörtu okkar, bjó aðeins eitt Hjarta þér í huga: Hið Alhelga Hjarta. Hjörtu okkar dragast til Hjarta hans. Það er einungis í Alhelgu Hjarta hans þar sem hjörtu okkar finna frið.

Þegar við tökum að skilja Hjarta hjartna okkar verður okkur þetta ljóst. Bænin nær fram að ganga þegar okkur lærist að hlusta á þig tala í djúpi okkar eigin hjartna. Þegar við finnum okkur sjálf í Hjarta hjartna okkar finnum við Jesús Krist sem miðju alheimsins. Þar er það hans Hjarta sem er altarið þar sem elska og bænir eru sífellt bornar fram fyrir þig.

Ljúk upp hjörtum okkar gagnvart þessu Alhelga Hjarta. Meðtak allar „bænir okkar, verk og þjáningar“ á altari þessa Hjarta. Ljúk upp hjörtum okkar svo að þau verði sífellt næmari gagnvart vilja þínum í bænum okkar og verkum, þannig að við verðum eitt með honum í Heilögum Anda sem ber fram fyrir þig fullkomna elsku, lofgjörð og þakkargjörð nú og um aldir alda, Jesús Kristur. Amen.

No feedback yet