« Sendifulltrúi Evrópubandalagsins í Níkaragúa staðinn að ósannindum í dagblaðinu El DiarioFjöldi kaþólskra fer vaxandi í heiminum – nýjar tölur úr Árbók hins heilaga Sætis »

14.02.07

  09:44:46, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 279 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

HIRÐISBRÉF PÍUSAR PÁFA XII: HAURIETIS AQUAS komið út í heild á Vefritum Karmels

Hið víðkunna Hirðisbréf Píusar páfa XII – Haurietis Aquas – er nú komið í heild á pdf formati á Vefrit Karmels. Ekki er ofmælt þegar sagt er að hin háleita umfjöllun hins heilaga Föður um guðrækni hins Alhelga Hjarta hafi haft umtalsverð áhrif á guðfræðilega umræðu og stefnumótun kaþólsku kirkjunnar í kjölfar Annars Vatíkansþingsins.

Um 100 rit hafa verið gefin út um guðrækni hins Alhelga Hjarta á s. l. öld í kjölfar hirðisbréfs Píusar XII og meðal höfundanna má finna ekki ómerkari guðfræðinga en þá Hugo og Karl Rahner, Augustus Bea kardínála, Josef Jungmann, Alfons Desburg, Friedrich Schwendermann og Rudolf Schnackenof, svo að einungis fáeinna sé minnst.

Guðrækni hins Alhelga Hjarta öðlaðist svo enn meiri þýðingu með skrifum Jóhannesar Páls páfa II, en höfuðáhersla hans var á hið samfélagslega gildi hennar. Ætlunin er að birta síðar safn ummæla hans um tignun hins Alhelga Hjarta í baráttu hinnar stríðandi kirkju við veraldarhyggju (secularism) nútímans og hatur á Guði.

Nú á næstunni verður birt hér á Kirkjunetinu úr skrifum bandaríska guðfræðingsins Walthers Knerr, en þar má sjá fjölmargt um iðkun guðrækni hins Alhelga Hjarta allt frá tímum frumkirkjunnar á fyrstu öld. Skrif hans eru afar upplýsandi og þar má sjá margvíslegan fróðleik sem er almenningi yfirleitt ekki aðgengilegur, heldur einungis tiltækur fræðimönnum í bókasöfnum háskólanna. Umfjöllum Knerrs er skrifuð á máli sem öllum er skiljanlegt.

SJÁ VEFRIT KARMELS

No feedback yet