« Ritningarlesturinn 4. desember 2006Ritningarlesturinn 3. desember 2006 »

04.12.06

  07:40:25, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 72 orð  
Flokkur: Trúarljóð

Hinn takmarkalausi vöxtur – Dionysíus Areopagíti.

Vegvísir kristinna
í himneskri speki!
Leið oss handan óvitundar og ljóss,
til fjærsta og hæsta tinds
huliðsheims Ritninganna
þar sem leyndardómur Orðs Guðs
er einfaldur, algildur, óumbreytanlegur
í lýsandi myrkri huldrar þagnar.
Úr djúpi skuggsýni
streymir óumræðilegt ljós
til þess sem er séð.
Í hinu óskynjaða og óséða
liggur fjársjóður handan fegurðar
sem streymir til blinds huga.

No feedback yet