« Að játast GuðiLeyf mér að lifa. »

11.04.08

  18:57:41, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 140 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Hinir hjartahreinu taka á móti fagnaðarerindinu

"Litli prinsinn fór aftur að sjá rósirnar:

- Þið eruð alls ekki líkar minni rós, þið eruð ekkert ennþá, sagði hann við þær. Þið hafið ekki bundist neinum og enginn hefur bundist ykkur. Þið eruð eins og refurinn minn var. Hann var aðeins refur eins og þúsundir annarra refa. En ég hef gert hann að vini mínum og nú er hann einstakur í heiminum.

... Og hann sneri aftur til refsins:
- Vertu sæll, sagði hann.
- Vertu sæll, sagði refurinn.

- Hér er leyndarmálið. Það er mjög einfalt: Maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.
- Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum, endurtók litli prinsinn til þess að festa sér það í minni."

(Litli prinsinn eftir Antoine de Saint-Exupéry, bls. 61-62)

No feedback yet