« Ritningarlesturinn 17. september 2006Ritningarlesturinn 16. september 2006 »

16.09.06

  11:12:16, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1187 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Hin sjö sakramenti veraldarhyggjunnar

Í eftirfarandi grein sem rituð var 17. ágúst s. l. fjallar bandaríski biskupinn Thomas Doran í Rockford um það hvernig Guð lítur á „fósturdeyðingar, kynvillu, getnaðarvarnir, hjónaskilnaði, líknarmorð, róttækan feminisma og tilraunir á fósturvísum og drápum á þeim. Hún birtist á heimasíðu New Advent og höfðar ekki síður til okkar á Íslandi.

Uppskera fellibyls fósturdeyðinganna

Sem mennskar verur og borgarar í „landi í fyrsta heiminum,“ sem Bandaríkjamenn og kaþólikkar verðum við um fram allt annað að taka mið af ríkjandi aðstæðum sem við búum við. Við vitum að eina sköpun Guðs sem mun standast tímans tönn er sú sem gædd er skilningi og vilja. Allt annað mun leysast upp og líða undir lok í fyllingu tímans.

Fjölmörg þeirra vandamála sem blasa við augum okkar eru grafalvarleg og við vitum að stjórnmálaflokkarnir í landi okkar eru gjörsamlega óhæfir að leysa úr þeim. Við vitum meðal annars að fylgjendur ákveðins stjórnmálaflokks myndu hreint út sagt beina okkur inn á braut þjóðarsjálfsmorðs.

Hin sjö „sakramenti— veraldarhyggjusinnanna eru fósturdeyðingar, kynvilla, getnaðarvarnir, skilnaður, líknarmorð, róttækur feminismi litaður kynþáttahatri og tilraunastarfsemi með fósturvísa og limlesting þeirra. Það er þetta sem þeir boðar í sífellu, tileinkar sér og hvetja til. Þátttaka þeirra í opinberri stjórnsýslu stefnir afkomu okkar sem þjóðar í hættu með augljósum hætti.

Allt frá 1945 höfum við vanist því að líta á Þjóðverja sem víti til varnaðar. Þeir voru upphafsmenn Annarrar heimstyrjaldarinnar sem kostaði fimmtíu milljónir manna lífið. Við segjum „hvílíkur hryllingur,“ en samt sem áður höfum við sjálf í okkar eigin landi heimilað flokksvél dauðahyggjunnar og réttarkerfi því sem hún hefur alið af sér að tortíma fjörutíu milljónum samborgara okkar án þess að gefa þeim tækifæri til að sjá dagsljósið. Þessi öfl hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að gera menningu okkar að dauðamenningu. Það leikur enginn vafi á því að við munum fara fram úr nasistunum í að deyða mennskar verur.

Ég tel að okkur beri að verja miklum tíma til að harma örlög barna sem misstu lífið vegna villimannlegra fósturdeyðinga læknisvísindanna. Líf þeirra var skammvinnt í þessum heimi og nú hvíla þau í höndum Drottins alls lífs og miskunnar að eilífu. Við verðum einnig að hafa í huga að fjölmargir þeirra sem gengust undir læknisfræðilegar fósturdeyðingar hafa í ótal tilvikum verið knúðir til slíks af fólki sem ber velferð þeirra ekki í huga, eða þá sökum velmeinandi en vanhæfra foreldra eða umsjónarmanna sem litu á fósturdeyðinguna sem lausn á vandamáli, en ekki það sem hún er í raun og veru – stórfellt vandamál. Ég tel að fáir, einkum þeir sem lifa siðlausu líferni sem telja fósturdeyðingar af hinu góða, en þeir eru þunnskipaður hópur.

Það sem við verðum að hafa í huga er að ofbeldi elur af sér ofbeldi. Þegar við sættum okkur við óréttlæti það sem felst í því að níðast á blásaklausum smælingjum á meðal okkar, þá sættum við okkur við ofbeldi. Þannig höfum við heimilað þessari villimannlegu hegðun að skaða réttarkerfi okkar, læknisfræði og jafnvel daglegt líf. Hversu ónæm erum við ekki orðin vegna allra þeirra mannslífa sem glatast í styrjöldum í þessum heimi okkar! Þess er ekki að vænta að þeir sem myrt hafa milljónir í móðurlífi taki það nærri sér þó að nokkur þúsund falli í Afghanistan, Írak, Sómalíu, Darfur, Bosníu, Madrid, London, Bagdad, Beirut, Washingtom eða New York. Villimennska fósturdeyðinganna hefur spillandi áhrif á líf okkar allra.

Eitt sinn var sagt: „Allir sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla“ (Mt 26. 52).. Þannig sjáum við vaxandi ofbeldishneigð meðal ungmenna, jafnvel í yngstu aldursflokkunum, vaxandi ofbeldi í mennskum samskipum. Við tölum um ofsaaksturinn í umferðinni og nauðganir á þjóðvegum sem sjálfsagðan hlut. Það er rétt sem guðfræðingarnir hafa sagt, að syndin myrkvi skilninginn og veiki viljann.
 
Eftir að hafa efnt til æðis fósturdeyðinganna skellur fellibylurinn nú á. Hann birtist á öllum sviðum menningar okkar á hverjum einasta degi. Þetta má rekja til fyrsta sakramentis menningar veraldarhyggjunnar: Sakramentis dauðans.

Umburðarlyndi gagnvart kynferðislegri öfughneigð, útbreiddar getnaðarvarnir, auðveldur aðgangur að skilnaði „þar sem ekki er við neinn að sakast,“ dráp á öldruðum, róttækur feminismi, rannsóknir á fósturvísum – allt leiðir þetta til gengisfellingar á mennsku eðli okkar og framtíðarhorfum. Eigum við að hrópa með spámanninum: „Og þá munu þeir segja við fjöllin: „Hyljið oss!“ og við hálsana: „Hrynjið yfir oss!“ (Hs 10. 8), þannig að minnsta kosti einhverjir aðrir sjái og Guð banni þeim að gera okkur að fyrirmynd sinni?

Í einni af sóknunum urðu á vegi mínum bænir sem fólust í því að „við biðjum fyrir þeim sem starfa að og berjast fyrir lífinu, ófæddum börnum, öldruðum og sjúkum, að þeir fái staðist jafnvel þrátt fyrir háðsyrði þau sem þeir heyra stundum, jafnvel af vörum predikara og presta.“ Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds að þetta skuli vera sannleikanum samkvæmt. Hryggileg reynsla leiðir það í ljós á undanförnum árum að sumir kaþólikkar (jafnvel prestar) eru svo afvegaleiddir og fjarlægir kaþólskri köllun sinni, að þeir eru reiðubúnir að fremja óskaparverk. Þeir ættu að vita að það var enginn preláti, biskup eða páfi sem sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín“ (Mt 19. 14). Hið ósýnilega Höfuð kirkjunnar mun koma til að dæma lifendur og dauða ásamt heiminn í eldi, einkum þá sem sökum vanrækslu eða vísvitandi hafa tortímt mennsku lífi.

Það er skylda sérhvers kaþólks einstaklings að styðja starf talsmanna lífsverndar í sinni sókn og berjast gegn þeim öflum í þjóðfélaginu sem hvetja til hins gagnstæða. Ég styð heilshugar starf lífsverndarsinna í fullvissu þess að hið guðdómlega réttlæti styður ekki við bak þeirra sem vinna gegn lífinu.

Hin vanheilögu sakramenti menningar veraldarhyggjunnar eru ávextir tortímingar okkar eigin þjóðar.

Hugsaðu sjálfstætt: Hversu lengi fær sú þjóð staðist sem deyðir ungabörn sín, afskræmir hjónabandið, hindrar framgang lífsins, tortímir fjölskyldunni, dæmir þá til dauða sem dæmdir eru einskisnýtir, sem gerir kynlífið að raunverulegri styrjöld og gerir erfðavísa mannkynsins að leiksoppi sínum?

9 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Steingrímur Valgarðsson lagði á sig það erfiði að spyrja stjórnmálaflokkana á Íslandi um afstöðu þeirra til fósturdeyðinga og því miður voru svörin einhliða og á sama veg: Samþykki.

Sjálfur var ég búinn að komast að sömu niðurstöðu og Thomas Doran biskup hér að ofan, að enginn stjórnmálaflokkanna hefur dug í sér til að horfast í augu við skelfingar dauðamenningarinnar og sumir þeirra reyndar boðberar hennar.

Sjálfur svara ég þessu í ljósi þróunarinnar á síðustu mánuðum og lagasetninga um samkynhneigð (en í þeim er ákvæði um frekari fósturdeyðingar til viðbótar við lögin frá 1975) og fyrirliggjandi frumvarps um stonfrumurannsóknir á fósturvísum, að í næstu þingkosningum mun ég mæta á kjörstað og skila auðu.

Ef sem flestir kristnir kjósendur gerðu slíkt hið sama, yrði það ef til vill til þess að einhver rumskaði af svefni vegna þess að stjórnmálamönnum er sárt um atkvæðin.

Ef 20% kjósenda eða fleiri myndu „rassskella“ stjórnmálamenn með þessum hætti vöknuðu ef til vill einhverjir upp við vondan draum.

En ef til vill er þetta hróp einfara í skugga hinna sjö djöfullegu og svörtu sakramenta dauðamenningarinnar. Ef til vill hefur afkristnun þjóðarinnar þegar náð svo langt að hjörðin sé þunnskipuð. Kristur sagði sjálfur: „En mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu, þegar hann kemur?” (Lk 18. 7).

Það nær ekki nokkurri einustu átt að ein auðugasta þjóðin í heiminum deyði ungabörn sín í stórum stíl árlega af félagslegum ástæðum, en 99% allra fósturdeyðinga má rekja til þessa ákvæðis!!! Hér sjáum við helkalda dauðakrumlu marxismans í verki.

Eina þjóðin í Evrópu fram til þessa sem breytt hefur um stefnu eru Pólverjar, enda bæði kaþólskir og þekkja ánauðarok marx-lenínismans af biturri reynslu.

16.09.06 @ 15:37
Athugasemd from: Grétar Einarsson
Grétar Einarsson

Þetta er nú athyglisverð og að mörgu leiti sorgleg lesning og því miður eru þeir til hér á landi sem eru algjörlega sammála þessu. Án þess að ég ætli að fara nánar út í einstaka liði þessa sorglega pistils þá langar mig að varpa fram eftirfarandi spurningu og óska eftir svari frá þeim sem um þennan vef sjá. Þegar þið, þ.e.a.s. þið sem um þennan vef sjáið, talið um “róttækan feminisma” hvað eigið þið þá við? Hvað skilur að “feminisma” og “róttækan feminisma” í ykkar huga? Hvað er ásættanlegur “feminismi"? Hvernig skilgreinið þið “feminisma"?
Í Guðs friði

16.09.06 @ 20:32
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þegar þú segir, Jón Rafn: “… að tortíma fjörutíu milljónum samborgara okkar án þess að gefa þeim tækifæri til að sjá dagsljósið,” þá ertu vitaskuld að tala um heimsástandið í fósturdrápum. En sumir lesendur okkar halda kannski, að þetta sé heildartalan. Svo er alls ekki. Þarna er einungis átt við árlegan fjölda fósturdeyðinga í heiminum. Og reyndar er sú tala enn hærri: 46 milljónir árlega skv. séra Thomas D. Williams í mjög merku viðtali við hann (’Abortion and Catholic Social Teaching’) í nýjasta vikupósti fréttaþjónustu Vatíkansins (Zenit; viðtalið dags. 15. sept., en sent út í dag, 16.). Skyldu margir átta sig á þessum gífurlegu blóðsúthellingum? Hvaða áhrif hefði það, ef allir vissu af þessu?

16.09.06 @ 22:21
Steingrímur Valgarðsson

Þetta er rosaleg grein vinir. Góð lesning. Ef þessi grein myndi birtast í Fbl eða Mbl þá myndi allt verða vægast sagt bandbrjálað. Ég er glaður að Guð hefur opnað augu mín til að skilja sannleikann í þessu efni. Ég er sammála þessu öllu saman.
Kv Steini

17.09.06 @ 06:14
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Þegar þið, þ.e.a.s. þið sem um þennan vef sjáið, talið um “róttækan feminisma” hvað eigið þið þá við? Hvað skilur að “feminisma” og “róttækan feminisma” í ykkar huga? Hvað er ásættanlegur “feminismi"? Hvernig skilgreinið þið “feminisma"?

Grétar, þetta er þýðing á grein Thomas Doran biskups í Rockford í Bandaríkjunum. Skoðanir í greininni eru hans og ber ekki að skoða sem stefnuyfirlýsingu pistlahöfunda á vefsetrinu.

Spurning þín um hvað róttækur feminismi sé er samt athyglisverð. Ég tel að barátta íslenskra feminista gegn nauðgunum, heimilisofbeldi, launamisrétti, þöggun, klámvæðingu, vændi, mansali og strippbúllum falli ekki innan þessa róttækniramma og sé hið besta mál sem njóti í raun stuðnings almennings.

Róttækni gæti það aftur á móti kallast þegar reynt er að þvinga fram grundvallarbreytingar á þjóðfélagsskipaninni með valdboðum. Í Noregi var t.d. á síðasta ári rætt um að setja lög sem skylduðu hlutafélög til að hafa ákveðið hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja. Ég veit ekki hvernig það mál fór en þetta ber keim af hugmyndafræði menningarbyltingar og það er ekki furðulegt að einhverjum finnist svona hugmyndir vera róttækar.

17.09.06 @ 08:35
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Svar til Grétars. Með neikvæðum feminisma eða róttækum er átt við það afbrigði feminisma sem frú Margaret Sanger og fylgikonur hennar boðuðu og grundvallaður er á kenningum Friedrichs Engels og Karls Marxs: Sem sagt Marx-lenínisminn.

Eins og alls staðar þar sem þessi helstefna hefur fest rætur boðar hún mannfyrirliningu og dauða og fósturdeyðingar eru óaðskiljanlegur hluti þessarar helstefnu ásamt upplausn fjölskyldubanda og foreldraréttarins svo að ríkisvaldið geti gert þegna sína að þrælum ógnarstjórnarinnar.

Jákvæður feminismi felst meðal annars í þeim atriðum sem Ragnar víkur að hér að ofan. En kjarni hans er að hrekja konur ekki út í fósturdeyðingar, heldur að samfélagið leysi úr vanda þeirra með því að koma þeim til hjálpar. Dæmi um þetta eru lög sem liggja nú fyrir ítalska þinginu sem kveða svo á að mæðrum verði greiddar 10.000 evrur við fæðingu barns. Japanir hafa tekið upp sömu stefnu og fer nú fæðingartíðnin hækkandi þar að nýju eftir mikla öldulægð.

Út frá siðrænu og kristnu sjónarmiði nær það ekki nokkurri átt að ríkisvaldið í lýðfrjálsu ríki heimil einum þegnanna að deyða annan (móðir/barn). Því ber að standa vörð um mannréttindi allra sinna þegna: LÍKA HINS ÓFÆDDA BARNS sem er hluti samfélagsheildarinnar.

Þú getur kynnt þér hugmyndafræði Sanger og helstefnu hennar í ritinu:

„Glæpurinn gegn mannkyninu – kynþáttahyggjan og markviss fækkun jarðarbúa“ sem þú finnur á Vefrit Karmels.

TENGILL

Kannanir í Bandaríkjum leiða í ljós að allflestar konur harma ákaflega að hafa látið leiða sig út í fósturdeyðingar af Planned Parenthood og félagsfræðingastóði þessara samtaka sem er reyndar einnig að finna á Íslandi. Ágóði PP í Bandaríkjunum einum nam 640 milljónum dala á s. l. ári.
Hér á Íslandi er talið að fósturdeyðing kosti sem svarar 340.000 krónum á einstakling.

17.09.06 @ 09:21
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Jón Valur. Við vitum það báðir að á heimsvísu hefur einum milljarði barna verið fyrirkomið á síðustu tveimur áratugum.

Hér á Íslandi er talan um 24.000 einstaklingar frá 1975. Í dag, þann 17. september stendur teljarinn á Lífsverndarsíðunni á tölunni 647.

Sem sagt 623 einstaklingar fram yfir þá sem farist hafa í umferðarslysum á sama tíma. Flestar eru þessar deyðingar barnanna framvæmdar af félagslegum ástæðum.

Sakramenti dauðans er því sannarlega að verki á Íslandi í dag.

17.09.06 @ 09:40
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Svar til Steingríms:

Ætli þeir verði ekki enn „bandbrjálaðri“ við endurkomu Krists?

17.09.06 @ 09:45
Steingrímur Valgarðsson

Hahaha, þessi var góður Jón Rafn. Jú þeir verða það svo sannarlega. Fólk sem hatar Orð hans mun að öllum líkindum hata hann líka.
Kv Steini

17.09.06 @ 12:30