« Blessun heimila á þrettándanumHátíðarmessa til heiðurs Maríu meyjar frá Guadalupe »

09.12.06

  09:57:43, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 140 orð  
Flokkur: Helgir menn, Jólafasta (aðventa)

„Hin mörgu andlit Maríu“ - Sérfræðileiðsögn í Þjóðminjasafni

Greint er frá því á vef Þjóðminjasafnsins að 12. desember kl. 12.10 mun Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur bjóða upp á fyrirlestur eða leiðsögn sem ber heitið „Hin mörgu andlit Maríu. - María guðsmóðir í Þjóðminjasafninu“. Táknmálstúlkur er með leiðsögninni. Fyrirlesturinn er hluti af röð sérfræðileiðsagna Þjóðminjasafnsins sem boðið er upp á í hádegi annan hvern þriðjudag í vetur.

Nýmælið hefur hlotið góðar undirtektir og hafa leiðsagnirnar verið fjölsóttar. Gengið er um valda hluta grunnsýningarinnar eða sérsýningar sem í gangi eru hverju sinni. Gegnum sérfræðileiðsagnirnar gefst almenningi kostur á að öðlast innsýn í það öfluga rannsóknastarf sem fram fer baksviðs í Þjóðminjasafni Íslands.
--
RGB/Heimild: http://www.natmus.is/forsida/forsidudalkar/nr/670

No feedback yet