« Hugvekja - íhugunBeinar útsendingar frá messum í St. Jósefskirkju Hafnarfirði »

09.04.20

  16:40:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 1989 orð  
Flokkur: Bænir

Hin heilaga krossganga - krossferill Krists

Á föstudaginn langa er hefð fyrir því að biðja bænir hinnar heilögu krossgöngu sem gjarnan eru nefndar Krossferilsbænir eða Krossferill Krists. Bænunum er skipt í 14 kafla eða viðstöður þar sem við hverja viðstöðu er minnst viðburðar úr píslargöngu Krists og dauða hans á krossinum. Í kaþólskum kirkjum er komið fyrir 14 myndum af viðburðunum.  Bænin fer þannig fram að prestur leiðir bænina, gengur um kirkjuna og staðnæmist við myndirnar og fer með viðeigandi bænir.

 Eftirfarandi samantekt byggir á krossferilsbænum sem séra Lambert Terstroet SMM tók saman fyrir hóp sem fór í pílagrímsferð til Meðugorje í Bosníu-Herzegovinu árið 1989. Tilvitnanir merktar Meðugorje byggja á vitnunum í meintar vitranir Maríu meyjar til nokkurra þáverandi ungmenna í Meðugorje og hefjast því á ávarpinu "Kæru börn."

Þar sem vitranirnar í Meðugorje hafa ekki hlotið kirkjulega viðurkenningu er ekki heimilt að lesa tilvitnanirnar í Meðugorje við opinberar kirkjulegar athafnir en þær má biðja í einrúmi og á einkafundum.  Annað en tilvitnanir í viðstöðubænunum er að líkindum samið af séra Lambert.  Þar sem bænasamantekt séra Lamberts var ekki með undirbúningsbænir var einnig stuðst við Kaþólska bænabók sem gefin var út í Reykjavík 1922. Tengt er í krossferilsmyndir frá vefsetrinu ecatholic2000.com og opnumynd frá vatican.va. 

Undirbúningsbænir

Áður en gangan hefst er kropið fyrir framan altarið og farið með iðrunarbæn og undirbúningsbæn:

Iðrunarbæn: Guð minn, ég iðrast af öllu hjarta alls þess sem ég hef gjört rangt og harma vanrækslu mína. Drottinn vertu mér miskunnsamur. Amen. 

Undirbúningsbæn:  Guð minn, þú fullkomnasta og æðsta hnoss mitt. Sakir hinna óteljandi velgjörða sem þú á hverri stundu lífs míns hefur veitt mér, ert þú alls kærleika míns verðugur. Að vísu verða ekki afturtekin hin vondu verk sem ég hef drýgt, en ég hef andstyggð á þeim. Um leið og ég hér með einlægri iðrun fell á kné fyrir þínum heilögu fótum vil ég grátbæna þig um fyrirgefningu og einnig um kraft og styrk til þess að bæta alvarlega ráð mitt. 

1. Fyrsta viðstaða. Jesús er dæmdur til dauða. (Hér er kropið á kné.)

P. Vér tilbiðjum þig, Jesú minn og vegsömum þig.

S. Því með hinum heilaga krossi hefur þú endurleyst heiminn.

(Hér er risið á fætur. )

"Æðstu prestarnir og allt ráðið leituðu ljúgvitnis gegn Jesú til að geta líflátið hann" (Matt. 26,59).

Kæru börn, í dag bið ég ykkur að þið hættið að tala illa um aðra. (Meðugorje 12.04.'89).

Ranglæti lítur í byrjun oft sakleysislega út, en er þó alltaf eyðileggjandi. Drottinn vernda okkur frá lygum og hatri. 

Faðir vor ... Heil sért þú María ...

P. Miskunna þú oss, Drottinn.

S. Miskunna þú oss.

2. Viðstaða. Jesús tekur á sig krossinn. (Hér er kropið á kné.)

P. Vér tilbiðjum þig, Jesú minn og vegsömum þig.

S. Því með hinum heilaga krossi hefur þú endurleyst heiminn.

(Hér er risið á fætur. )

"En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði" (Jesaja 53,4).

Kæru börn, biðjið sérstaklega að þið getið tekið veikindum og þjáningum með þeim kærleika sem Jesús gerði (Meðugorje 11.09.'86). 

Hver þjáning hefur frelsandi mátt ef hún er borin með Kristi. Drottinn gef okkur hollustu við Guðs vilja. 

Faðir vor ... Heil sért þú María ...

P. Miskunna þú oss, Drottinn.

S. Miskunna þú oss. 

3. Viðstaða. Jesús hnígur í fyrsta sinni undir krossinum. (Hér er kropið á kné.)

P. Vér tilbiðjum þig, Jesú minn og vegsömum þig.

S. Því með hinum heilaga krossi hefur þú endurleyst heiminn.

(Hér er risið á fætur. )

"Lifið í kærleika eins og Kristur elskaði oss og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir oss svo sem fórnargjöf Guði til þægilegs ilms" (Efesusbréfið 5,2). 

Kæru börn, þegar þið þjáist þá færið það Guði sem fórn (Meðugorje 28.03.'84).

Svo mikið sem hver og einn gefur Guði lýsir trúnni og kærleikanum sem í honum býr. Drottinn hjálpa okkur öllum að yfirvinna hræðslu við fórnir. 

Faðir vor ... Heil sért þú María ...

P. Miskunna þú oss, Drottinn.

S. Miskunna þú oss. 

4. Viðstaða. Jesús mætir sinni heilögu móður.  (Hér er kropið á kné.)

P. Vér tilbiðjum þig, Jesú minn og vegsömum þig.

S. Því með hinum heilaga krossi hefur þú endurleyst heiminn.

(Hér er risið á fætur. )

"Þessi er settur til tákns sem á móti verður mælt og sjálf munt þú sverði níst í sálu þinni" (Lúk. 2,34-35). 

Kæru börn, ég móðirin elska ykkur öll. Ég bið ykkur, leyfið ekki að hjarta mitt gráti blóðugum tárum yfir þeim sálum sem glatast í syndinni (Meðugorje 24.05.'84). 

María er athvarf syndugra manna. Hún yfirgefur engan sem setur traust sitt á Jesú. Drottinn, vek í okkur kærleika til móður þinnar. 

Faðir vor ... Heil sért þú María ...

P. Miskunna þú oss, Drottinn.

S. Miskunna þú oss. 

5. Viðstaða. Símon frá Kýrene hjálpar Jesú til þess að bera krossinn.  (Hér er kropið á kné.)

P. Vér tilbiðjum þig, Jesú minn og vegsömum þig.

S. Því með hinum heilaga krossi hefur þú endurleyst heiminn.

(Hér er risið á fætur. )

"Gleðjist heldur er þér takið þátt í píslum Krists, til þess að þér einnig megið gleðjast miklum fögnuði við opinberun dýrðar hans" (I Péturs bréf 4,13).

Kæru börn, verið ekki hrædd við að bera krossinn. Það er sonur minn sem hjálpar ykkur (Meðugorje 05.04.'85).

Spurningin um tilganginn með margbreytilegum þjáningum í heiminum finnur aðeins eitt svar í trúnni: Við berum einnig krossinn sem leiðir til frelsunar heimsins. Drottinn gef okkur styrk í trúnni, svo að hver þjáning sameini okkur með þér. 

Faðir vor ... Heil sért þú María ...

P. Miskunna þú oss, Drottinn.

S. Miskunna þú oss. 

6. Viðstaða. Jesús tekur við sveitadúknum af Veróníku.  (Hér er kropið á kné.)

P. Vér tilbiðjum þig, Jesú minn og vegsömum þig.

S. Því með hinum heilaga krossi hefur þú endurleyst heiminn.

(Hér er risið á fætur. )

"Allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þið gjört mér (Matt. 25,40). 

Kæru börn. Ég kalla ykkur til stærstu fórnarinnar, fórnar kærleikans. Án kærleika getið þið hvorki tekið við mér, né syni mínum. Án kærleika getið þið ekki borið öðrum vitni um reynslu ykkar (Meðugorje 27.03.'86). 

Hvorki mannleg hræðsla, né umhyggja fyrir eigin vellíðan mega aftra okkur frá því að hjálpa þar sem neyð er. Drottinn, opna augu okkar fyrir neyð náungans. 

Faðir vor ... Heil sért þú María ...

P. Miskunna þú oss, Drottinn.

S. Miskunna þú oss. 

7. Viðstaða. Jesús hnígur í annað sinni undir krossinum.  (Hér er kropið á kné.)

P. Vér tilbiðjum þig, Jesú minn og vegsömum þig.

S. Því með hinum heilaga krossi hefur þú endurleyst heiminn.

(Hér er risið á fætur. )

"Allir þeir er sjá mig gjöra gys að mér, bregða grönum og hrista höfuðið. Hann fól málefni sitt Drottni. Hann hjálpi honum! Hann frelsi hann því hann hefur þóknun á honum" (Sálmarnir 22,8-9). 

Vitið kæru börn, hann elskar ykkur og þess vegna prófar hann ykkur. Fórnið öllum byrðum ykkar til Guðs og verið ekki áhyggjufull (Meðugorje 11.10.'84). 

Aðeins krossinn sem borinn er af hugrekki gefur okkur örugga trú fyrir dómsdaginn (hl. Jóhann Vianney).  Drottinn kenn okkur að sýna þér sannanlegt göfuglyndi. 

Faðir vor ... Heil sért þú María ...

P. Miskunna þú oss, Drottinn.

S. Miskunna þú oss. 

8. Viðstaða. Jesú talar huggunarorð til hinna grátandi kvenna. (Hér er kropið á kné.)

P. Vér tilbiðjum þig, Jesú minn og vegsömum þig.

S. Því með hinum heilaga krossi hefur þú endurleyst heiminn.

(Hér er risið á fætur. )

"Jerúsalemsdætur, grátið ekki yfir mér, en grátið yfir sjálfum yður og börnum yðar... Því að sé þetta gjört við hið græna tréð, hvað mun þá verða um hið visna?" (Lúk. 23,28. 31). 

Kæru börn, ég hvet ykkur hvert og eitt til að hefja nýtt líf. Ykkar tími er kominn. (Meðugorje 13.02.'86).

Guð hrekur engan frá sér. Kærleiksfull miskunn hans tekur við hverjum þeim, sem er tilbúinn til afturhvarfs. Drottinn, lít náðarsamlega til vor og fyrirgef oss vorar skuldir. 

Faðir vor ... Heil sért þú María ...

P. Miskunna þú oss, Drottinn.

S. Miskunna þú oss. 

9. Viðstaða. Jesús hnígur í þriðja sinni undir krossinum.  (Hér er kropið á kné.)

P. Vér tilbiðjum þig, Jesú minn og vegsömum þig.

S. Því með hinum heilaga krossi hefur þú endurleyst heiminn.

(Hér er risið á fætur. )

"Mér förlast kraftur sakir sektar minnar og bein mín tærast. Ég er að spotti öllum óvinum mínum og skelfing kunningjum mínum" (Sálmarnir 31,11-12).

Kæru börn, lofið að þið niðurlægið hvorki Jesú, né krossinn né hæðið með lastmælum (Meðugorje 12.09.'85). 

Kristur tók á sig smán krossins okkur til endurlausnar. Þannig varð sá kross tákn frelsunarinnar. Drottinn, opinberaðu í niðurlægingu þinni almætti þitt. 

Faðir vor ... Heil sért þú María ...

P. Miskunna þú oss, Drottinn.

S. Miskunna þú oss. 

10. Viðstaða. Jesús er sviftur klæðum sínum og honum borinn beiskur svaladrykkur.  (Hér er kropið á kné.)

P. Vér tilbiðjum þig, Jesú minn og vegsömum þig.

S. Því með hinum heilaga krossi hefur þú endurleyst heiminn.

(Hér er risið á fætur. )

"Þeir horfa á mig og hafa mig að augnagamni, þeir skipta með sér klæðum mínum og kasta hlut um kyrtil minn" (Sálmarnir 22,18-19).

Kæru börn, lítið í kringum ykkur og þið munuð sjá hvað syndin hefur náð miklum tökum á mannfólkinu. Biðjið þess vegna svo að Jesús sigri (Meðugorje 13.09.'84). 

Maðurinn verður þræll margra harðstjóra ef hann tekur við rógi. Drottinn, lát okkur losna undan öllum böndum syndanna. 

Faðir vor ... Heil sért þú María ...

P. Miskunna þú oss, Drottinn.

S. Miskunna þú oss. 

11. Viðstaða. Jesús er negldur á krossinn. (Hér er kropið á kné.)

P. Vér tilbiðjum þig, Jesú minn og vegsömum þig.

S. Því með hinum heilaga krossi hefur þú endurleyst heiminn.

(Hér er risið á fætur. )

"Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. (Jesaja 53,5). 

Kæru börn, biðjið frammi fyrir krossinum, því frá honum kemur mikil náð. (Meðugorje 12.9.85). 

Faðir vor ... Heil sért þú María ...

P. Miskunna þú oss, Drottinn.

S. Miskunna þú oss. 

12. Viðstaða. Jesús deyr á krossinum.  (Hér er kropið á kné.)

P. Vér tilbiðjum þig, Jesú minn og vegsömum þig.

S. Því með hinum heilaga krossi hefur þú endurleyst heiminn.

(Hér er risið á fætur. )

"Einn af hermönnunum stakk spjóti í síðu hans og rann jafnskjótt út blóð og vatn" Jóh. 19,34).

Kæru börn, gerið yfirbót fyrir sárið, sem var veitt hjarta sonar míns. Ýmiskonar syndir hafa sært þetta hjarta (Meðugorje 5.4.'84).

Með því að heiðra hjarta Jesú snúum við okkur að óendanlegum kærleika frelsarans. Drottinn, leið okkur að leyndarmálum kærleika þíns og lát okkur hafa hlutdeild í ríkidæmi hjarta þíns. 

Faðir vor ... Heil sért þú María ...

P. Miskunna þú oss, Drottinn.

S. Miskunna þú oss. 

13. Viðstaða Jesús er tekinn af krossinum og lagður í skaut heilagrar móður sinnar.  (Hér er kropið á kné.)

P. Vér tilbiðjum þig, Jesú minn og vegsömum þig.

S. Því með hinum heilaga krossi hefur þú endurleyst heiminn.

(Hér er risið á fætur. )

"Komið til mín allir þér, sem um veginn farið, sjáið og skoðið, hvort til sé önnur eins kvöl og mín, sú er mér hefir verið gjörð" Harmljóðin 1,12. 

Kæru börn, ég gef ykkur sérstaka náð og Jesús veitir einstakar gjafir frá krossinum. Takið við þeim og farið eftir þeim (Meðugorje 20,2'86).

Undir krossinum hefur María í trú og von þolað hörðustu raunir sínar. Drottinn, sýn okkur með fordæmi móður þinnar, veginn sem liggur gegnum þjáningu og kross til upprisu dýrðarinnar. 

Faðir vor ... Heil sért þú María ...

P. Miskunna þú oss, Drottinn.

S. Miskunna þú oss. 

14. Viðstaða. Jesús er lagður í gröfina.   (Hér er kropið á kné.)

P. Vér tilbiðjum þig, Jesú minn og vegsömum þig.

S. Því með hinum heilaga krossi hefur þú endurleyst heiminn.

(Hér er risið á fætur. )

"Ef hveitikornið fellur ekki í jörðina og deyr, verður það áfram eitt. En ef það deyr, ber það mikinn ávöxt". Jóh. 12,24. 

Kæru börn, ég óska þess að þið skiljið að jarðneska lífið er mjög stutt í samanburði við hið eilífa. Ákveðið þið þess vegna í dag að hefja nýtt líf fyrir Guð. (Meðugorje 27.11.'86)

Þjáning þessara tíma er ekkert í samanburði við dýrðina sem okkar bíður. Drottinn styrk von okkar á fyrirheiti þitt. 

Faðir vor ... Heil sért þú María ...

P. Miskunna þú oss, Drottinn.

S. Miskunna þú oss. 

Lokabæn

Guð þú hefur helgað merki hins náðarríka kross sökum blóðs þíns eingetna sonar. Veit oss því þá náð að allir þeir sem með guðrækni tigna heilagan kross megi og allsstaðar njóta verndar þinnar, fyrir hinn sama Drottin vorn Jesúm Krist. 

Amen. 

No feedback yet