« STUTT BÆN TIL HEIÐURS HINU ALHELGA HJARTA JESÚ – Raccoltabænabókin (235)Uppspretta elskunnar, Hjarta Jesú »

30.01.07

  09:12:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 272 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

HELGUNARBÆN – eftir bandaríska byskupinn J. F. MacDonald (sjá sálm 51. 12)

Elskuríki Faðir á himnum. Við komum til þín til að gefast þér í elsku. Við biðjum þig um að uppfylla fyrirheit þitt um að gefa okkur öllum nýtt hjarta. Við biðjum þig um að skapa þetta nýja hjarta í öllum börnum þínum. Við vegsömum þig Faðir fyrir að hafa þegar uppfyllt þetta fyrirheit í Jesú Kristi, Syni þínum. Hann er hið nýja Hjarta sem fyrirhugað er öllum mönnum. Við biðjum þig, Faðir, um að móta okkar eigin hjörtu til samræmis við þetta Hjarta. Gef kirkju þinni Hjarta hans sem hið nýja hjarta hennar: Hjarta sem er lifandi og nærist á Anda þínum.

Megi þetta hjarta beina nýju lífi í kirkjuna eins og um nýja Hvítasunnu sé að ræða. Megi þetta hjarta slá af samúð og elsku gagnvart hinum snauðu, þeim sem hafa fjarlægst þig, fyrir hinum ókunnu og smælingjunum. Megi þetta hjarta verða gagntekið reiði andspænis syndinni og elsku gagnvart syndugum mönnum. Megi þetta hjarta taka að slá og móta börn þín sem endurfædd eru í Andanum, fólk sem snýr ekki baki við krossinum og er reiðubúið til að leggja líf sitt í sölurnar í fórnum sínum.

Gef börnum þínum nægilega trú á elskunni til að fórna sér fyrir systkini sín, þannig að elska þín verði í raun og veru sýnileg fyrir allra augum. Megi sérhver hræring þessa hjarta opinbera konungsríki þitt. Þetta biðjum við um fyrir Krist, Drottin okkar. AMEN.

No feedback yet