Önnur pílagrímsför Kaþólska biskupsdæmisins til Maríulindar á Snæfellsnesi var farin miðvikudaginn 11. júlí 2012. Ekið var á einni rútu af stærstu gerð, smárútu biskupsdæmisins 'Bonibus' og nokkrir voru á einkabílum. Pílagrímar sunnan og austan af landinu lögðu af stað frá Landakoti og var stansað við Maríukirkju þar sem fleiri bættust í hópinn.
Veðrið var eins og best varð á kosið, sól og blíða og vart sást ský á himni. Í rútunni leiddi séra Patrick Breen rósakransbænir og sálmasöng. Komið var að Hellnum skömmu eftir hádegi. Þangað komu svo á svipuðum tíma pílagrímar norðan af landinu. Ekki er gott að segja nákvæmlega hve margir voru samankomnir þarna en líklega höfum við verið á bilinu 80-100 manns. Við lindina var svo lesin heilög messa og leiddi herra Pétur Burcher Reykjavíkurbiskup athöfnina.
Ein er tegund ferðamennsku sem lítið hefur borið á hérlendis, en það er trúarleg ferðamennska. Þetta er samt ein elsta tegund ferðamennsku. Íslendingar og aðrir Vestur-Evrópubúar fóru í trúarlegar ferðir, svokallaðar pílagrímsferðir, bæði hérlendis og erlendis um aldir löngu áður en nútíma ferðamennska varð að sjálfsagðri neysluvöru. Í dag er ekki síður mikilvægt að gera ráð fyrir að til sé fólk sem vilji ferðast um landið og líta á það sem vettvang pílagrímsferðar og í kynningarstarfi þyrfti því að gera sögu staðanna skil á erlendum málum með tilliti til þessa mögulega áhugasviðs.
Dagskrá Hólahátíðar sem verður nú um helgina 13.-15. ágúst er sem hér segir:
Föstudagur 13. ágúst
Kl. 20.30 Málþing í Auðunarstofu: Unga fólkið og kirkjan.
Þorgeir Arason og Anna Dúa Kristjánsdóttir flytja ávörp og sitja fyrir svörum.
Laugardagur 14. ágúst
Kl.7.00 Brottför með rútu í pílagrímagöngur dagsins. Pílagrímagöngur úr tveimur áttum:
Sunnlenska fréttablaðið greindi frá því 5. ágúst sl. að uppbygging Þorláksbúðar í Skálholti væri langt komin. „Hlaðið er utan um fornu rústirnar þeim til verndar og í samráði við fornleifavernd. Þær munu verða sýnilegar innan byggingarinnar... Vonast er til að hægt verði að vígja Þorláksbúð í lok næsta árs eða í upphafi 2012.
„Landnámskonan Auður djúpúðga nam land í Dalasýslu og reisti bæinn Hvamm. Hún var kristin og segir sagan að hún hafi reist kross á Krosshólaborg og farið þangað til að biðja.
Kvenfélagskonur í Dölum reistu minnisvarða, steinkross um Auði djúpúðgu árið 1965. Við það tækifæri var útimessa við krossinn og mættu 600 manns. Sumarið 2008 var sett upp söguskilti á staðnum. Krosshólaborg er 17 km. fyrir norðan Búðardal við veg nr. 590.“ [1]