« Hversu mörg eru sakramentin?Bréf kaþólskra Norðurlandabiskupa komið á netið »

29.01.06

  06:37:54, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 206 orð  
Flokkur: Páfinn

Heimsbréf páfa „Guð er kærleikur“ komið út

25. janúar sl. kom út í Páfagarði svokallað heimsbréf eða umburðarbréf Benedikts páfa XVI. sem ber heitið „Guð er kærleikur.“ Heimsbréf/umburðarbréf vísar til þess að bréfið er öllum ætlað, þ.e það er ritað til heimsins alls og á að berast boðleiðir milli manna. Venjan er að nefna heimsbréfin eftir fyrstu orðum þeirra á latínu og í þessu tilfelli hefst latneska útgáfan á orðunum „DEUS CARITAS EST“. Þetta er tilvitnun í Fyrsta bréf Jóhannesar hið almenna: „Guð er kærleikur, og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum“ (1. Jh. 4,16). Efni bréfsins er eins og nafnið bendir til hinn kristilegi kærleikur og skiptist það í tvo hluta. Hinn fyrri fjallar um þann kærleika sem Guð býður manninum og tengsl hans við mannlegan kærleika. Síðari hlutinn fjallar um kærleiksboðið - elskuna til náungans.

Netnotendur geta kynnt sér efni bréfsins í enskri, franskri, þýskri, ítalskri, latneskri, pólskri, portúgalskri eða spænskri þýðingu á netinu.


RGB/Heimild: Encyclical Letter: Deus Caritas Est - on Christian Love - from Pope Benedict. ICN. http://www.indcatholicnews.com/

No feedback yet