« Efasemdir og vantrú hafa sína þýðingu fyrir trúaðan mannTrú en ekki tilfinningar »

18.04.08

  17:50:28, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 247 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Heilög Lúsía

Mey og píslarvottur - 13. des.

Talið er að Lúsía hafi fæðst árið 283. Foreldrar hennar voru aðalsfólk á Sikiley. Faðirinn dó á meðan hún var í bernsku svo að móðirin Eutychia sá um uppeldið. Eins og margir fyrstu píslarvottarnir hafði hún helgað meydóm sinn Guði, og von hennar var sú að geta gefið eigur sínar fátækum. Móðir hennar beitti sér gegn því fyrst í stað, en eftir að hún hafði hlotið undraverða lækningu, sem hún þakkaði Guði, gaf hún leyfi sitt fyrir því.

Þetta örlæti vakti mikla gremju hjá æskumanni einum heiðnum sem gegn vilja Lúsíu hafði verið valinn brúðgumi hennar. Hann kom boðum til landstjóra Sikileyjar Paschasíusar að nafni um að Lúsía væri kristin. Þetta á að hafa gerst árið 303 á tíma ofsóknarinnar miklu gegn kristnum mönnum sem Díókletíanus keisari stóð fyrir. Lúsía var líflátin með sverði, sem rekið var ofan í háls hennar.

Áður en hún dó sagði hún fyrir um málagjöld Paschasíusar, skjót endalok bæði ofsóknarinnar miklu og veldi Díókletíanusar á keisarastóli.

Þannig styrkt af Brauði Lífsins ávann hún sér kórónu meydóms og píslarvættis.

Heilög Lúsía, bið þú fyrir oss.

No feedback yet