« MISKUNNAR RÓSAKRANSINNHeilög Teresa frá Lisieux »

29.03.08

  21:29:05, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 233 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Heilög Faustína

Árið 1905 fæddist í Póllandi stúlka, sem fékk nafnið Helena Kowalska. Hún var þriðja barn foreldra sinna, en þau eignuðust tíu börn. Helena hlaut gott kristilegt uppeldi, elsku til Guðs og virðingu fyrir öðrum mönnum. Allt líf hennar einkenndist síðan af þessum dyggðum.

Tvítug að aldri gekk Helena í reglu Systra af vorri Frú miskunarinnar. Þar hlaut hún nafnið systir María Faustína. Í þessu samfélagi eyddi hún þeim þrettán árum sem hún átti eftir ólifað. Áköf elska og kærleikur til Guðs og manna leiddi hana upp á tind sjálfsfórnar og hetjulundar. Einkennandi fyrir líf systur Faustínu var hollusta hennar við hina guðlegu miskunn og traust á Jesú, sem hún lagði sig fram um að glæða hjá þeim sem kynntust henni.

Jesús birtist systur Faustínu alloft. Eitt sinn heyrði hún rödd sem sagði:"Dóttir mín, vertu iðin við að færa í letur hvert orð, sem ég segi þér og varðar miskunn mína af því að það er ætlað mörgum sálum, sem njóta munu gagns af því."

Systir Faustína lést 5. október árið 1938 og var tekin í tölu heilagra, Miskunnar Sunnudaginn 30. apríl árið 2000.

Heilög Faustína, bið þú fyrir oss.

No feedback yet