« Í meira lagi heimskur!Hann spurði Guð hví hann gerði ekki eitthvað »

10.03.06

  22:22:22, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 156 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Heilagur Anton og veiðimaðurinn

Heilagur Anton hinn mikli er kallaður faðir munkanna. Hann fæddist í
Egyptalandi um 251. Líf hans hafði mikil áhrif á uppbyggingu
munkalífsins.
Eitt sinn var hann að hvílast ásamt sumum af sínu
meðbræðrum fyrir utan kofa sinn í eyðimörkinni. Veiðimaður átti leið
þangað og blöskaraði á sjá Hinn mikla Anton aðgerðalausan.
"Hvers konar munkur ert þú - að eyða tímanum svona?
Anton svaraði: "Spenntu boga þinn og skjóttu ör."
Veiðimaðurinn gerði það.
"Gerðu það aftur."
Veiðimaðurinn gerði það.
"Gerðu það aftur."
Í þetta skipti skaut hann ekki ör, en sagði í staðinn við Anton:
"Ef ég spenni alltaf boga minn þá mun hann brotna."
"Þetta er hárrétt", sagði Anton. "Og það er það sama með okkur."
Ef við ofreynum okkur, þá munum við líka gefa undan. Við
þörfnumst hvíldar stundum.

No feedback yet