« Jóhannes Páll IIJá! »

02.03.08

  13:55:14, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 231 orð  
Flokkur: Dýrlingarnir og hetjur

Heilagur Ansgar - postuli Norðurlanda

Kafli úr trúfræðslubókinni LEGG ÞÚ Á DJÚPIÐ.

Ansgar var fæddur í Norður-Frakklandi og gekk snemma í reglu Benediktsmunka. Hann var sendur til Danmerkur árið 826 til þess að boða trú. Hann lagði hart að sér en náði þó ekki miklum árangri. Það urðu honum mikil vonbrigði og hann sneri heim aftur í klaustur sitt að tveim árum liðnum.

Árið 829 lagði Ansgar enn af stað til að boða kristna trú. Í það sinn hafði svíakonungur beðið um aðstoð. Ansgar starfaði í Birka í Svíþjóð í rúm tvö ár. Allmargir létu skírast og Ansgari var leyft að byggja fyrstu kirkjuna á sænskri grund.

Árið 831 fór hann til þýskalands, því hann hafði verið skipaður erkibiskup í Hamborg og Brimum (Bremen). Það féll nú í hans hlut að stjórna trúboðinu á Norðurlöndum. Hann var aðeins þrítugur að aldri en mjög kappsfullur. Hann lét byggja kirkjur, klaustur, skóla og sjúkrahús. Hann tók sjálfur að sér þá fátæklinga og sjúklinga sem urðu á vegi hans. Hann naut mikilla vinsælda og virðingar og þegar hann dó, höfðu menn gott eitt um hann að segja. Það var 865. Meðan hans naut við, tóku margir norðurlandamenn kristna trú og margt kirkna var byggt.

No feedback yet