« Vér trúum að messan ……… | Sekvensía » |
"……… 1091. (798) Í helgisiðunum er Heilagur Andi uppfræðari lýð Guðs í trúnni og hagleikssmiður “meistaraverka Guðs”, sakramenta nýja sáttmálans. Andinn þráir og starfar að því í hjarta kirkjunnar að við fáum lifað lífi hins upprisna Krists. Þegar Andinn finnur í okkur viðbragð trúarinnar sem hann hefur vakið upp í okkur, kemur hann því til leiðar að einlægt samstarf kemst á. Eftir þeim leiðum verða helgisiðirnir sameiginlegt verk Heilags Anda og kirkjunnar.
1092. (737) Í þessari sakramentislegu ráðstöfun á leyndardómi Krists verkar Heilagur Andi á sama hátt og hann gerir á öðrum tímum í ráðdeild hjálpræðisins: Hann býr kirkjuna undir að mæta Drottni sínum; hann minnir á Krist og lætur trú samkundunnar þekkja hann. Með sínum umskapandi krafti gerir hann leyndardóm Krists hér og nú lifandi og nærverandi. Að lokum kemur Andi samfélagsins kirkjunni til einingar við líf og erindi Krists. ………"
_________________________
_________________________
Hérna er að finna Tkk. http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html