Í Lourdes bað Bernadetta Maríu mey um að segja sér nafn sitt og hún svaraði: „Ég er hinn Flekklausi Getnaður.“ Með upplýsandi orðum sínum greindi María ekki einungis frá því að hún væri getin flekklaus, heldur að hún væri hinn Flekklausi Getnaður. Þetta er eins og sá munur sem er á einhverju sem er hvítt og sjálfum hvítleikanum eða einhverju fullkomnu og fullkomleikanum.
( . . . ) Heilagur Andi er hinn Óskapaði Flekklausi Getnaður ( . . . ) Þriðja persóna Þrenningarinnar hefur ekki íklæðst holdi eins og við vitum öll og orðið „brúður“ sem við grípum til er ófullnægjandi til að tjá sambandið milli hinnar Flekklausu og Heilags Anda. Segja má að hinn Flekklausi Getnaður (María) sé í vissum skilningi „holdgun Heilags Anda.“