« 1. Fastan: Vegur til hins sanna frelsisKristsrósakransinn – náðarrík hjálp í samlíkingunni við hið Alhelga Hjarta Jesú »

06.02.08

  06:28:24, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 337 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

Heil. Jóhannes af Krossi: Um vöku Drottins í mannshjartanu

Hversu mildilega og elskuríkt
vakir þú ekki í hjarta mínu,
þar sem þú dvelur einn í leynum!
Í sætum andblæ þínum
þrungnum gæsku og dýrð,
hversu elskar þú ekki í ljúfleika þínum!

Hér ávarpar sálin Brúðguma sinn í djúpstæðri elsku og ber lof á hann og þakkar honum fyrir tvö undursamleg áhrif sem hann glæðir stundum í þessari sameiningu og tekur jafnframt fram, hvernig hvort þeirra út af fyrir sig ná fram að ganga, auk annarra þeirra áhrifa sem úthellt er yfir hana í þessari sameiningu.

Þau fyrstu felast í því þegar Guð vaknar til lífs í sálinni sem gerist í mikilli blíðu og mildri elsku.
Önnur áhrifin er andardráttur Guð hið innra með henni og þetta gerist í þeirri gæsku og dýrð sem henni er miðlað með þessum andardrætti. Og það sem er úthellt í henni er mildur og blíður innblástur elskunnar.

Þetta er eins og sálin segði: Hversu mildilega og elskuríkt, það er að segja í hversu einstakri og elsuríkri blíðu vaknar þú ekki til lífs, ó Brúðgumi minn, Orðið í miðju djúps sálar minnar sem er hin hreina og innsta verund hennar. Og í leyndum þagnar hennar dvelur þú nú einn sem Drottinn, ekki einungis eins og í húsi þínu eða líkt og á beði þínu, heldur eins og í mínu eigin hjarta sem er sameinað þér í órjúfanlegri nánd. Og í hversu miklum ljúfleika hreifst þú mig ekki og glæddir ástúð mína til þín í þeim ljúfa andardrætti sem var því samfara þegar þú vaknaðir til lífs, andardrætti, sem vakti með mér gleði og er þrunginn gæsku og dýrð. Sálin grípur til þessarar samlíkingar vegna þess að reynsla sú sem hún upplifir hér er eins og þess sem andar djúpt um leið og hann vaknar. Ljóðlínan hljóðar svo:

Hversu mildilega og elskuríkt
vakir þú ekki í hjarta mínu.

Úr Loga lifandi elaku, 4. 1-3.

No feedback yet