« Hl. Símon nýguðfræðingur – Guð sameinast guðum í Heilögum Anda.Heil. Polýkarp (69-155), byskup og píslarvottur – í þýðingu Reynis K. Guðmundssonar »

28.04.08

  07:05:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 151 orð  
Flokkur: Bænalífið, Heilagur Andi

Heil. Antoníus frá Padúa (um 1195-1231), fransiskani og kirkjufræðari – Um áhrif Sannleiksandans

Heilagur Andi er „eldstraumur“ (Dn 7. 10), guðdómlegur eldur. Rétt eins og eldurinn hefur áhrif á járnið, þá hefur hinn guðdómlegi eldur áhrif á þau hjörtu sem eru saurguð, köld og hörð. Þegar sálin kemst í snertingu við eldinn líður saurgun hennar, kuldi og harðneskja smám saman undir lok. Hún ummyndast að fullu og öllu í líkingu sinni við eldinn sem hún logar í.

Þegar manninum er gefinn Andinn, ef hann nýtur innblásturs Andans, þá er það til þess að hann ummyndist til myndar eldsins eins og framast er unnt. Í áhrifum þessa guðdómlega elds er maðurinn hreinsaður, hitaður upp og bræddur. Hann öðlast elsku Guðs eins og postulinn Páll segir: „En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir Heilagan Anda, sem oss er gefinn“ (Rm 5. 5).

No feedback yet