« Merki krossins 1. hefti 2006 komið útVoces Thules fær þakkir frá páfa »

17.07.06

  15:29:59, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 109 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi

Hátíðahöld í tilefni stofnunar hinna fornu biskupsdæma

Í tilefni þess að 950 ár eru liðin frá stofnun Skálholtsbiskupsdæmis og 900 ár frá stofnun Hólabiskupsdæmis mun kaþólski biskupinn í Reykjavík Jóhannes Gijsen lesa kaþólska messu í Skálholtskirkju föstudaginn 21. júlí nk. Messan hefst kl. 18.

„Megi það bera vott um varanleg samband kaþólsku kirkjunnar við hið 'kristna' Ísland og leggja um leið áherslu á að hún metur mikils frækilega sögu biskupssetranna fornu í Skálholti og á Hólum“ segir í niðurlagi greinar í Kaþólska kirkjublaðinu sem Gijsen biskup skrifar í tilefni af þessum merku tímamótum.

RGB/Heimild: Kaþólska kirkjublaðið 16. árg. 7.-8. tbl. júlí-ágúst 2006 bls. 17.

No feedback yet