« Blaise Pascal og eldurinnEfkaristíundrið í Lancíano á Ítalíu »

01.03.06

  06:35:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 286 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar andstæðingum gegn fóstureyðingum í vil

WASHINGTON, D.C., 28. feb. 2006 (Zenit.org).- Leiðtogi Priests for Life óskaði Joseph Scheidler og Pro-life samtökunum til hamingju fyrir sigur í Hæstarétti Bandaríkjanna sem úrskurðaði mótmælagöngum gegn fóstureyðingum í vil.

„Áratugum saman hafa þeir sem hliðhollir eru fóstureyðingum reynt að draga upp mynd af okkur sem andvíg erum fótstureyðingum sem ofbeldismönnum í þessu máli sem öðrum,“ sagði faðir Frank Pavone í yfirlýsingu. „Í dag misheppnast þessi viðleitni þeirra enn að nýju.“

Með úrskurði sínum hefur Hæstiréttur komið í veg fyrir að fóstureyðingarstöðvar geti bent á alríkislög um óeirðir til að koma í veg fyrir mótmælagöngur gegn fóstureyðingum.

Úrskurður Hæstaréttar (8-0) bindur enda á 7 málaferli fyrir áfrýjunarréttum sem stöðugt var haldið áfram þrátt fyrir ákvörðun Hæstaréttar frá 2003 sem afnam bann við mótmælum andstæðinga gegn fóstureyðingum eins og samtaka Scheidlers og fleiri.

Faðir Pavone hvatti lífsverndarsamtök til að vera enn virkari í andstöðu sinni.

„Réttu viðbrögðin við þessum niðurstöðum er að auka enn frekar á friðsöm mótmæli okkar við þær drápsstöðvar (killing centres) sem framkvæma fóstureyðingar alls staðar, án þess að þurfa að óttast fáránlegar handtökur og ofsóknir.“ sagði hann. „Við skulum fylgja fordæmi Joe Scheidlers og sýna staðfestu í að mótmæla verstu illskunni á okkar tímum, fóstureyðingum.“

Samuel Alito dómari tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.

ZE06022825/JRJ

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér, bróðir Jón, fyrir þessa ágætu fréttaþjónustu þína. Fjölmiðlarnir íslenzku þyrftu að eiga sín innlit hérna ekki sjaldnar en annan hvern dag. En mjög var þetta ánægjuleg frétt úr henni Ameríku. – Kær kveðja, Jón.

01.03.06 @ 07:05
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þetta er nú reyndar það sem gert er á dagblöðunum á morgnana. Eini munurinn er sá að þeir þýða úr honum Reuter sínum það sem þeim er að skapi og hafa áhuga á. Mínar fréttastofur eru hins vegar Zenit, Noticias globales og Novedades fluvium. Sínum augum lítur hver á silfrið.

01.03.06 @ 08:00