« Dom Helder Camara, erkibiskup.Páskavakan, textaröð ABC »

18.02.08

  12:53:40, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 398 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Harmaljóð - notað á föstudaginn langa

Lýður minn, hvað hef ég gjört þér? Með hverju hef ég hryggt þig? Svara þú mér!

1 Af því að ég hef leitt þig út af Egyptalandi, hefur þú búið frelsara þínum kross. Af því að í fjörutíu ár hef ég leitt þig gegnum eyðimörkina og fætt þig á manna og leitt þig inn í harla gott land, hefur þú búið frelsara þínum kross.

Lýður minn, hvað hef ég gjört þér? Með hverju hef ég hryggt þig? Svara þú mér!

2 Heilagi Guð, heilagi Guð. Heilagi sterki, heilagi sterki. Heilagi, ódauðlegi, miskunna þú oss.

Lýður minn, hvað hef ég gjört þér? Með hverju hef ég hryggt þig? Svara þú mér!

3 Hvað hefði ég átt að gjöra frekar fyrir þig, sem ég gjörði ekki? Ég hef gróðursett þig sem fegursta úrvalsvínvið minn en þú ert orðinn mér afar beiskur; því að þú hefur svalað þorsta mínum með ediki og níst síðu Frelsara þíns með spjóti. Þín vegna hef ég hirt Egypta ásamt frumburðum þeirra, en þú hefur ofurselt mig til húðstrýkingar.

Lýður minn, hvað hef ég gjört þér? Með hverju hef ég hryggt þig? Svara þú mér!

4 Ég hef leitt þig út úr Egyptalandi og sökkt Faraó í Rauðahafið; en þú hefur ofurselt mig æðstu prestunum. Ég hef opnað fyrir þér hafið; en þú hefur opnað síðu mína með spjóti. Ég hef gengið á undan þér í skýstólpa; en þú hefur leitt mig fyrir dómstól Pílatusar.

Lýður minn, hvað hef ég gjört þér? Með hverju hef ég hryggt þig? Svara þú mér!

5 Ég hef fætt þig á manna í eyðimörkinni; en þú hefur slegið mig í andlitið og húðstrýkt mig. Ég hef gefið þér heilnæmt vatn úr kletti að drekka; en þú hefur gefið mér að drekka gall og edik.

Lýður minn, hvað hef ég gjört þér? Með hverju hef ég hryggt þig? Svara þú mér!

6 Þín vegna hef ég slegið konunga Kanaanslands; en þú hefur slegið mig í höfuðið með reyrstaf. Ég hef gefið þér veldissprota konungs; en þú hefur látið þyrnikórónu á höfuð mitt. Ég hef upphafið þig af miklum mætti; en þú hefur hengt mig á krosstréð.

Lýður minn, hvað hef ég gjört þér? Með hverju hef ég hryggt þig? Svara þú mér!

No feedback yet