« María, konan sem Guð valdi | Jesús heldur áfram að lækna í gegnum okkur! » |
Það var einu sinni stúdent sem vildi verða stærðfræðingur. Í nokkrar vikur sótti hann tímana samviskusamlega á hverjum degi og gerði heimavinnuna sína samviskusamlega á hverju kvöldi.
Einn daginn varð hann mjög þreyttur á allri tímasókninni og heimavinnunni. Hann sá að það var mjög erfið vinna að vera stærðfræðingur. Hann fletti í gegnum stærðfræðibókina sína og sá í fyrsta skipti að lausnirnar á dæmunum voru aftast í bókinni. Hann ákvað að framvegis skyldi hann aðeins skrifa niður lausnirnar í stað þess að eyða mörgum klukkutímum í að læra.
Auðvitað varð hann aldrei stærðfræðingur!