« Jóhannes XXIIIGuð biður okkur að gera heiminn betri »

05.04.06

  08:37:02, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 209 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Hann var leiður á sífelldu tali um kross Jesú

Einu sinni, sagði maður nokkur frá því, að dag einn hafi hann átt tal við vin sinn um trúmál. Segist hann að lokum hafa sagt við þennan vin sinn, að hann væri orðinn leiður á þessu sífellda tali um kross Jesú, enda skildi hann það alls ekki.

En um nóttina dreymdi hann að hann væri á leiðinni heim til konu sinnar, sem hann þó vissi í svefninum, að var dáin. Hann kom að djúpu sýki. Hinum megin við sýkið sá hann konuna sína. En hann hafði engin ráð til að komast til hennar yfir sýkið. Hvað ætti hann að gera?

Þá sér hann að hún bendir og heyrir hana kalla: „krossinn, krossinn!“

Þá sér hann á bakkanum skammt frá sér liggja krosstré. Hann gengur að því, reisir það upp og lætur það síðan falla yfir sýkið. Hann gengur yfir það og fellur í faðm konu sinnar.

Draumurinn varð ekki lengri. Frá þeirri stundu segir maðurinn, að hann hafi skilið, að ekkert nema sú trú, sem byggir á Jesú Kristi krossfestum og upprisnum, geti hjálpað sér til þess að ná fundi konunnar sinnar, handan við gröf og dauða.

No feedback yet