« Aðferðir sem gripið er til við fóstureyðingarHin stríðandi kirkja og heimurinn »

17.03.06

  14:15:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 504 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Hann hefur ætlað okkur öllum hverju og einu ákveðið hlutverk á jörðinni

Guðspjall Jesú Krists laugardaginn 18. mars er úr Matteusarguðspjalli 1. 16-24

Og Jakob gat Jósef, mann Maríu, en hún ól Jesú, sem kallast Kristur.
Þannig eru alls fjórtán ættliðir frá Abraham til Davíðs, fjórtán ættliðir frá Davíð fram að herleiðingunni til Babýlonar og fjórtán ættliðir frá herleiðingunni til Krists. Fæðing Jesú Krists varð með þessum atburðum: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman, reyndist hún þunguð af Heilögum Anda. Jósef, festarmaður hennar, sem var grandvar, vildi ekki gjöra henni opinbera minnkun og hugðist skilja við hana í kyrrþey. Hann hafði ráðið þetta með sér, en þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: „Jósef, sonur Davíðs, óttastu ekki að taka til þín Maríu, heitkonu þína. Barnið, sem hún gengur með, er af Heilögum Anda. Hún mun son ala, og hann skaltu láta heita Jesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra.“ Allt varð þetta til þess, að rætast skyldu orð Drottins fyrir munn spámannsins: „Sjá, mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel,“ það þýðir: Guð með oss. Þegar Jósef vaknaði, gjörði hann eins og engill Drottins hafði boðið honum og tók konu sína til sín.

Hugleiðing:
Rétt eins og María var Jósef gullinn hlekkur á milli Gamla sáttmálans og hins Nýja í ráðsályktun Guðs. Hjá honum haldast í hendur trú á orð Guðs og hlýðni við boðorð hans. Þau Jósef og María eru fyrirmynd allra kristinna manna í trú og réttlæti. Guð treysti þessum þögla, auðmjúka og réttláta manni til að gegna einstæðu hlutverki í hjálpræðisverki alls mannkynsins og hann brást hlutverki sínu ekki: Að verða að fósturföður Jesú.
Guð færir okkur öll börn að gjöf og felur okkur uppfóstrun þeirra og að auðsýna þeim alla okkar elsku, blíðu og umhyggju. Hann hefur ætlað okkur öllum hverju og einu ákveðið hlutverk á jörðinni. Ert þú tilbúin(n) að verða við kalli hans, eða viltu fremur leita leiðsagnar talsmanna fóstureyðingarstóriðjunnar sem sjá ekkert athugavert við að fyrirfara því lífi sem Guð hefur falið okkur á hendur til varðveislu? Guð Faðir hefur ekki sleppt af okkur hendinni, heldur gefið okkur sinn eingetna Son sem Frelsara. Og eftir Holdtekju hans er sérhvert mannslíf helgað. Skortir þér ef til vill trú? Þá skaltu biðja Drottin um að auka þér trú og trausti á orði Guðs. Jesús sagði:

„Grátið ekki yfir mér, en grátið yfir sjálfum yður og börnum yðar“ (Lk 23. 28).

No feedback yet