« Já, Drottinn, ég gerði þaðVerk hans lýsa því, að vísdómur hans er takmarkalaus »

06.03.06

  22:15:17, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 151 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Hann hafði fórnað lífi sínu

Tveir bræður, ungir drengir, voru að fá sér göngutúr og villtust
vetrarkvöld eitt. Það var nístingskuldi. Þeim varð því kaldara sem þeir urðu þreyttari að ganga. Loks gáfust þeir upp. Þeir voru staddir á auðri sléttu, þar sem hvorki var hús né tré, sem hægt var að flýtja í skjól við. Drengjunum varð æ kaldara.

Þá klæddi eldri drengurinn sig úr jakkanum og vafði honum um bróður sinn. Já, hann gerði meira. Hann fór úr fleiri flíkum og bjó svo um yngri bróður sinn.

Drengjanna var saknað undir eins um kvöldið og þeirra leitað alla nóttina.

Um morguninn fundust þeir. Yngri drengurinn var með lífi, en sá eldri
hafði króknað.

Eldri bróðirinn hafði fórnað lífi sínu fyrir bróður sinn.

Ó Jesú bróðir besti.

No feedback yet