« Guð einn er nóg! | Hér eru engin fátækrahverfi » |
Einu sinni fóru tveir menn upp á fjall að veiða fugla. Þeir notuðu net. Lögðu það og fóru heim.
Næsta dag var netið fullt af dúfum. Annar maðurinn sagði:
„Þetta er góð veiði.“
En hinn maðurinn sagði: „Nei, þessir fuglar eru of horaðir. Það er ekki hægt að selja þá á markaðinum. En kannski gætum við alið þá og fitað.“
Svo þeir ólu fuglana. Allir fuglarnir átu nema einn. Hann át ekki, svo hann horaðist á meðan hinir fitnuðu. Að lokum, komu mennirnir til að flytja þá til markaðarins, og selja. En fuglinn sem forðaðist matinn, slapp úr netinu. Hann einn hlaut frelsi!