« Guð hefur látið menn vita að hann væri tilHeilög Margrét María Alacoque »

19.05.08

  20:29:22, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 242 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Gyðinglegir og kristnir helgisiðir

"……… 1096. Betri þekking á trú og trúarlífi Gyðinga eins og það er játað og lifað jafnvel í dag getur hjálpað okkur að skilja betur vissa þætti kristinna helgisiða. Bæði hjá Gyðingum og kristnum mönnum er Heilög Ritning undirstöðuatriði í helgisiðum þeirra: prédikunin á Orði Guðs, svarið við Orðinu, lofgjörðar- og árnaðarbænir fyrir lifandi og dánum, og ákall um miskunn Guðs. Orðsþjónustan sækir sína sérstöku uppbyggingu til bænar Gyðinga. Tíðabænirnar og aðrir helgisiðatextar og fast orðalag eiga sér hliðstæður í bæn Gyðinga og einnig okkar lotningaverðustu bænir, þar með talin hin Drottinlega bæn. Efstubænirnar fá innblástur sinn úr hefð Gyðinga. Tengslin milli helgisiða Gyðinga og helgisiða kristinna manna, en einnig munur þeirra innbyrðis, eru einkum sýnileg á hinum miklu hátíðum kirkjuársins eins og á páskum. Gyðingar og kristnir menn halda báðir páska hátíðlega. Hjá Gyðingum er um að ræða páska sögunnar sem stefna til framtíðar; hjá kristnum mönnum eru þeir páskar sem uppfylltust í dauða og upprisu Krists enda þótt það sé ávallt í eftirvæntingu um endanlega fullnustu þeirra. ………"

_________________________

Hérna er að finna Tkk. http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html

No feedback yet