« Fáið Guð til að brosa á himnum – eftir Jerry M. Orbos, SVD, regluprest á FilippseyjunumHorfið til hans! »

08.04.06

  10:45:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 275 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Guðspjall Júdasar

Þann 6. apríl s. l. gaf National Geographic Society út hið koptíska handrit í enskri þýðingu. [1] Handritið fannst árið 1970 nærri El Minaya í Egyptalandi og hefur verið varðveitt í öryggisgeymslu á Long Island í New York í 16 ár þar til eigandi þess, fornleifasalinn Frieda Nussberger-Tchacos, keypti það í apríl árið 2000. Eftir tvær misheppnaðar tilraunir til að selja það og þar sem hann hafði áhyggjur af ástandi handritsins, var það sent til Basel í Sviss í febrúar 2001 til viðgerðar hjá Maecenas stofnuninni. Síðar mun handritið verða afhent egypskum stjórnvöldum til varðveislu í Koptíska safninu í Kairó.

Stephen Emmel sem er prófessor í koptískum fræðum við háskólann í Münster, hefur rannsakað handritið . . .„Það minnir mig mjög mikið á Nag Hammadí handritin. Það er ekki í samhljóðan við þau og skriftin er einfaldari, en þar sem við tímasetjum Nag Hammadí handritin til síðari hluta fjórðu aldar eða fyrsta hluta þeirrar fimmtu, eru fyrstu niðurstöður mínar þær, að Guðspjall Júdasar hafi verið skrifað um 400.“

McCrone Associates sem sérhæfir sig í blekrannsóknum framkvæmdi smjásjármyndatöku á sýnishornum úr handritinu. Með þessu var unnt að sjá efnasamsetningu hins forna bleks sem bendir til þess að þetta sé blek frá þriðju eða fjórðu öld.

National Geography Channel mun sýna mynd um handritið á Skírdag (13), Föstudaginn langa (14) og laugardagskvöldið 15. apríl, sjá sjónvarpsdagskrá.

ALLUR TEXTINN Á ENSKU

[1]. Edited by Rodolphe Kasser, Marvin Meyer, and Gregor Wurst with Additional Commentary by Bart D. Ehrman. Washington, D.C.: National Geographic Society, 2006. (ISBN 1-4262-0042-0, U.S.$22)

4 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson
11.04.06 @ 10:30
Athugasemd from: Þórir Jökull Þorsteinsson
Þórir Jökull Þorsteinsson

Sælt veri fólkið.

Þáttur um Júdasarguðspjallið var sendur út hér í Danmörku í fyrradag á National Geographic Channel. Þrautleiðinlegt var að horfa á þetta, m.a. vegna sífelldra auglýsinga sem komu með ca. 10 mínútna millibili. Framsetning efnisins var “manipúlatív” svo ekki sé meira sagt og það sett fram eins og eitthvað frá Dan Brown. Kirkjan fær gagnrýni fyrir að hafa orðið ofan á en gnóstisisminn er hafinn til skýjanna fyrir að hafa orðið undir. Rætt er við ýmsa um þetta handrit og einn helsti viðmælandinn er auðvitað Elaine Pagels sem er, eins og þið vitið, einn kunnasti “formælandi” gnóstíkera í samtíðinni.  Hér ræðir um 13 síðna papýruscodex sem eftir kolefnismælingu er frá síðari hluta 3. aldar (+/- 50 ár). Textinn er koptíska þ.e. “egypska” þess tíma og boðskapurinn er gnóstískur en gengur annars út frá því að Jesús hafi falið Júdasi það hlutverk að koma framsali hans í kring. Egypskur braskari með fornmuni hafði codexinn undir höndum og lá hann m.a. í 16 ár í bankahólfi í Hicksville í USA. Þar molnaði hann og grotnaði og fyrir það er textinn harla götóttur og handritið er mjög illa farið.

Fluttir voru nokkrir heillegir textahlutar í þættinum og þótti mér t.a.m. forvitnilegur sá sem greindi frá “barnaskap” Jesú, þ.e. að hann hefði á stundum verið eins og barn í hópi lærisveina sinna. (Nema þér verðið eins og börnin). Frásögn textans endar í Gethsemane og hann greinir í engu frá krossfestingu, greftrun eða upprisu. Rannsakendur textans virðast vera á einu máli um að textinn sé þýðing á Júdasarguðspjalli því sem Irenaeus kirkjufaðir hafnaði. Handritið sver sig í ætt Nag Hammadí safnsins.

Með kveðju, Þórir.

11.04.06 @ 12:57
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Kærar þakkir, séra Þórir Jökull, það var fengur að þessu.

11.04.06 @ 13:26
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Orð Írenusar standa fyrir sínu enn í dag:

„Þeir halda ræður opinberlega sökum fólks sem tilheyrir kirkjunni, sem þeir kalla „venjulegt“ og „kirkjulegt.“ Með þessu orðagjálfri draga þeir að sér athygli einfaldra kristinna manna og líkja eftir predikunum okkar svo að fólk gefi orðum þeirra frekari gaum. Þeir kvarta sárlega vegna okkar og segjast vera á sama máli og við þó að við höfnum því að eiga samfélag við þá af óréttmætum ástæðum. Þeir segjast að við eigum sameiginlega sömu trúarkenningarnar, en það séum við sem nefnum þá trúvillinga. Þegar þeim hefur auðnast að spilla trú sumra með spurningum sínum og fengið áheyrendur sína til að samsinna sér, draga þeir þá afsíðis og opinbera þeim hinn „ósegjanlega leyndardóm pleroma.“ Ef einhver slæst í hóp þeirra telur hann sig ekki lengur hvorki vera á himnum eða jörðu, heldur hafi gengið inn í „pleroma“ og faðmi að sér englana. Hann gengur um í sjálfsþótta og steigurlæti og reigir sig líkt og hani. Sumir þeirra ganga jafnvel svo langt að segja „að maður sem komið hafi að ofan“ verði að vera siðprúðir og því leitast þeir við að vera afar ábúðarmiklir. En flestir þeirra hafna slíkum vangaveltum vegna þess að þeir telja sig þegar fullkomna. Þeir lifa blygðunarlausu lífi og fyrirlíta allt og segjast vera „andlegir.“ Þeir segja að þeir þekki nú þegar „hvíldarstað“ sinn innan „pleroma.“ (Gegn villitrú, 3. 15, 2).

Þið verðið að fyrirgefa mér, en ósjálfrátt kemur Njörður P. Njarðvík upp í huga mér ásamt frímúraraguðfræði hans.

11.04.06 @ 15:08