« Jóhannes Páll II páfi lýstur blessaður í morgunmessu í dagStaðgöngumæðrun fyrir samkynhneigða karlmenn? »

15.12.10

Guðsdýrkun í veglegum kirkjuhúsum eða náungaþjónusta?

Togstreitu milli fjárframlaga til kirkna og til fátækramála verður oft vart. En rétt eins og menn geta sannarlega eytt fé sínu til áhugamála, félagasamtaka, íþróttaiðkunar, menningarmála og uppbyggingar á slíkum vettvangi – oft jafnvel af skattfé allra, þannig er ekkert fremur hægt að amast við frjálsum framlögum manna til byggingar dómkirkju eins og til dæmis þessarar nýendurreistu í Izhevsk í Udmurtíu austur við Úralfjöll. Kirkjuhúsin eru til þess að halda utan um hina trúuðu og iðkun trúar, þar nærist hún, tjáir sig og byggist upp til að geta gefið af sér, fyrst í fjölskyldunni, en einnig út til náungans.

Í lok hverrar messu í mörgum kaþólskum kirkjum á Englandi segir presturinn: "Go in peace to love and serve the Lord." Þetta gera kristnir menn með því að næra trú sína í andlegu samfélagi við Drottin og með því að þjóna náunganum. Þannig er engin mótsögn í raun milli Guðsdýrkunar og náungakærleika, heldur miklu fremur lífrænt samband í að minnsta kosti mjög mörgum tilvikum. Kristnir menn hafa gefið mikið af sér til hjálpar- og líknarstarfa, og þarf ekki annað en horfa til spítala landsins, Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, Hjálparstarfs Þjóðkirkjunnar, Caritas og til ýmissa annarra hjálpar- og líknarmálefna, s.s. AA-samtakanna og SÁÁ, til að sjá merkin um ávexti starfs sem byggðist á kristnum gildum og innblæstri.

No feedback yet

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

multiblog