« Á messudegi heil. Lárentíusar | 7. nóvember 1550 – eftir Pétur Sigurgeirsson biskup » |
Langafasta stendur yfir, það er tími sjálfsafneitunar, ef vel á að vera, og ekki aðeins í mat og drykk. Gjafmildi er þörf, og lestur í Ritningunni og guðrækileg íhugun gagnast opnum huga.
Hér er birtur í fyrsta sinn á netinu fallegur sálmur Guðbrands Jónssonar, rithöfundar og prófessors að nafnbót, en hann var sonur Jóns Þorkelssonar, magisters, dr. í ísl. fræðum, þjóðskjalavarðar (skáldsins Fornólfs), merkra ætta, og faðir Loga lögfræðings, fyrrv. frkvstj. St Jósefsspítala í Landakoti.
Guðbrandur var mikilvirkur rithöfundur og annálaður essayisti og hélt oft útvarpserindi um ferðir sínar og hugðarefni, og eru til allnokkur greinasöfn hans á bókum, t.d. Gyðingurinn gangandi, Að utan og sunnan og Sjö dauðasyndir. Ennfremur er hann höfundur mikillar ævisögu Jóns biskups Arasonar, sem út kom hjá Hlaðbúð á fjögurra alda ártíð herra Jóns og sona hans Ara og Björns, sem allir Íslendingar eru komnir af, en Guðbrandur var kaþólskur.
Mun fleira mætti skrifa um Guðbrand, sem var vel þekktur maður á sinni tíð, en vindum okkur að sálminum, sem er þýddur (frumhöfundur H. Vejser), en vel gerður og kom höf. þessara lína á óvart þennan sunnudag, því að fyrr hafði ég ekki séð kveðskap eftir Guðbrand, en sunginn er hann við fallegt lag:
Guðs lýður, krossins tak þú tré
trútt þér á herðar, þótt hann sé
þungur að bera, þessi raun
þiggur margföld og eilíf laun.
Í laun þér veitist vegsemd ein,
að verða´ að Kristí lærisvein;
speki og þróttur vaxa víst,
veita mun þér af slíku sízt.
Tak þér á herðar Herrans kross,
hljóta munt þá hið æðsta hnoss:
félag og sæta samanvist
sífellt við Drottin Jesúm Krist.
Síðustu athugasemdir