« Návist Krists með orði hans og krafti Heilags AndaGyðinglegir og kristnir helgisiðir »

20.05.08

  21:19:38, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 332 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Guð hefur látið menn vita að hann væri til

Guð hefur látið menn vita að hann væri til:

1. með hinum sýnilega heimi;

2. með rödd samviskunnar;

3. en einkum með yfirnáttúrlegri opinberun.

1. Hús getur ekki byggt sig sjálft. Miklu síður getur hin mikla alheimsbygging með sínum dásamlega útbúnaði hafa orðið til af sjálfu sér. Alvitur og almáttugur skapari hlýtur að hafa gjört hana. Þess vegna kemst heilög ritning svo að orði: "Himnarnir segja frá Guðs dýrð og festingin kunngjörir verkin handa hans." (Sám. 18,2). "En spyr þú skepnurnar og þær munu kenna þér, fugla loftsins og þeir munu fræða þig, eða jörðina og hún mun svara þér og fiskar hafsins munu segja þér það: Hver þekkti ekki á öllu þessu, að hönd Drottins hefur gjört þetta." (Job. 12,7). "Heimskinginn segir í hjarta sínu: "Enginn Guð er til." (Sálm. 13,I)

2. Í hverri mannssál er ………

……… rödd, sem segir okkur hvað gott sé og hvað illt. Ef við gerum eitthvað gott hrósar hún okkur, en ef við höfumst eitthvað illt að ávítar hún okkur. Þessa rödd nefnum við samvisku. Við höfum eigi gefið okkur samviskuna sjálfir, og getum heldur eigi látið hana hætta að segja okkur til þó við vildum, að minnsta kosti ekki að fullu og öllu. Hvaðan kemur hún? Hún kemur frá Guði, sem hefir ritað lögmál sitt í hjörtu okkar manna. Þess vegna segir hl. Páll postuli um heiðingjana: "Þeir sýna, að verk lögmálsins er ritað í hjörtum þeirra, með því að samviska þeirra ber vitni." (Róm. 2,15)

3. Í opinberuninni fáum við fullkomna þekkingu á Guði, þess vegna segir heilagur Jóhannes guðspjallamaður: "Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eingetni, sem er í skauti Föðurins hefur lýst honum." (Jóh. 1,18). Guð hefur staðfest opinberunina með óteljandi kraftaverkum.

No feedback yet