« Biðjið og yður mun gefastHlutverk Guðs og hlutverk mitt »

13.03.06

  19:28:03, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 176 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Guð hefur eitthvað sérstakt í huga fyrir hvert okkar

Heilög Teresía frá Lisieux er mjög vinsæll dýrlingur í kaþólsku kirkjunni (d. 1897).

Þegar faðir hennar var ungur að árum, fór hann í prestaskóla
með það í huga að gerast kaþólskur prestur. Þar var honum sagt að hann hefði enga köllun til prestþjónustu.

Móðir hennar gekk í klaustur ogætlaði að gerast nunna, en það fór á sama veg - henni var sagt að hún hefði ekki köllun til að gerast nunna.

Bæði urðu þau fyrir gífurlegum vonbrigðum og hugleiddu hvað Guð hefði í huga. Þau tvö hittust og giftust og áttu mörg börn. Fjórar dætur þeirra gerðust nunnur og sú yngsta var Teresía.

Á einhvern hátt þarfnast Guð okkar allra. Fyrir tilstilli okkar getur hann gert góða hluti. Það er ef til vill ekki fyrr en við komumst til himna, að við fáum séð hvað Guð hafði í huga fyrir okkur og hvernig hann vann sín verk í gegnum okkur.

No feedback yet