« 2. sunnudagur í föstu, textaröð AMannshjartað er þungt og forhert »

06.02.08

  08:26:44, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 145 orð  
Flokkur: Nokkrir gullmolar úr Tkk

Guð einn fyrirgefur syndir

1441. Guð einn fyrirgefur syndir. Jesús er Sonur Guðs og því segir hann um sjálfan sig: “Mannssonurinn hefur vald til að fyrirgefa syndir á jörðu”; hann fer með þetta guðdómlega vald: “Syndir þínar eru fyrirgefnar”. Í krafti guðdómlegs myndugleika síns gefur hann mönnum þetta vald til að fara með í hans nafni.

1442. Vilji Krists er sá að í bænum, lífi og athöfnum sínum sé öll kirkjan tákn og verkfæri þeirrar fyrirgefningar og sátta sem hann ávann okkur með blóði sínu. Og hann treysti hinni postullegu hirðisþjónustu fyrir því að veita syndaaflausn. Hún hefur með höndum “þjónustu sáttargjörðarinnar”. Postulinn er sendur út sem “erindreki Krists” og fyrir hann er það “Guð sem áminnir” okkur og hvetur: “Látið sættast við Guð.”

No feedback yet