« Hann var leiður á sífelldu tali um kross JesúHvað myndir þú segja? »

04.04.06

  18:15:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 145 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Guð biður okkur að gera heiminn betri

Dag einn kom kennari með skæri með sér inn í kennslustofuna. Hún sagði að sig langaði til að tala um Guð og fólk. Hún skrúfaði skærin sundur og tók annan hlutann sér í vinstri hönd og hinn í hægri, hélt þeim á lofti og sagði:

"Sjáið þið, hálf skæri gera ekkert gagn. En þegar ég skrúfa helmingana aftur saman verða úr þeim skæri sem geta gert mikið gagn og klippt marga metra af efni."

Eins er, með Guð og okkur, fólkið hans. Með okkar hjálp, vill hann koma blessun sinni til skila til alls fólksins í heiminum, sem hann elskar. Hann hefur falið okkur að gæta heimsins. Hann biður okkur um að nota huga okkar og hönd til að gera heiminn betri.

No feedback yet