« Páfinn hneykslast að vonum á barnaníðingshætti prestahóps á ÍrlandiAllir páfarnir í Róm frá upphafi »

11.11.09

  00:24:18, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 347 orð  
Flokkur: Bænamál, Bækur

Guð, hvers vegna?

Bók eftir brezkan Jesúíta, Gerard W. Hughes, prest, kennara og rithöfund, er komin í prentun á vegum Skálholtsútgáfunnar. Bókin heitir Guð, hvers vegna? Þýðandinn er séra Vigfús Ingvar Ingvarsson á Egilsstöðum (en hann er einnig ritstjóri Kirkjuritsins). Má lesa sér til um höfundinn og verk hans hér á vefsetri hans, einnig hér. Sagt verður nánar frá bókinni síðar. Á meðan má vísa til þess, að hér er formáli hennar á ensku. Bókin fjallar um bænalífið, með leiðsögn um andlegar æfingar.

Að lokum smáþáttur úr bókinni, til þess eins birtur hér, að menn sjái þar líflegan, kjarnmikinn og kryfjandi stíl Gerards Hughes, sem laðar vonandi fólk að lestri bókarinnar sem slíkrar:

The American philosopher Thoreau once wrote, ‘The mass of men lead lives of quiet desperation’, and he must have meant women as well. All of us, believers and atheists, have to find some purpose in life. Our purpose may be to ‘eat, drink and be merry’, or we may think ‘I must acquire as much as possible’, or ‘I must learn to know, love and serve God’. Whatever our purpose, we soon discover that circumstances thwart us most of the time. Those dedicated to eating and drinking soon suffer indigestion, or worse, and lose their merriment. The money-getters cannot get enough, or may go bankrupt. The fervently religious discover, like the Israelites, that God is not very comfortable to live with, seems profoundly deaf and uncaring of his chosen ones. So we try to alter the circumstances, the eaters and drinkers trying AlkaSeltzers, or health farms, or surgery; the money-getters try to change or bend the rules to recoup their losses; and the believers either switch their allegiance to atheism or, like the Israelites, fashion a God more to their own liking. But circumstances have an inexorable quality and defeat us in the end, so we continue living ‘lives of quiet desperation’.

En við þessu mannlega ástandi þarf að bregðast með einhverjum hætti, og Gerard Hughes SJ býður okkur með sér í andlega endurnærandi ferðalag (journey, eins og hann kallar það) í þessari bók sinni. Sláumst í för með honum!

No feedback yet

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution free blog software