« Athyglisvert viðtal við stúlku í flóttamannabúðum í KúrdistanFrásögn Brentano af fæðingu Drottins - heilagt innsæi eða tilfinningaþrunginn skáldskapur? »

19.02.15

  19:04:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 251 orð  
Flokkur: Trúarpælingar

Guðhrædda konan

Guðhrædda konan
- saga fundin á netinu.

Það var mikið flóð og verið var að flytja íbúa þorps nokkurs í burtu, þar sem fjöldi húsa var að fara á kaf. Lögreglumaður réri á bát að heimili guðhræddustu konunnar í þorpinu og sagði: „Frú, þú verður að yfirgefa húsið, fólk er að týna lífi sínu vegna flóðanna." Konan svaraði, „Nei, ég ætla ekki að fara, Guð hefur alltaf hjálpað mér og hann mun einnig gera það núna."

Vatnið hélt áfram að rísa og náði að lokum upp á aðra hæð húss hennar. Annar bátur kom að húsinu hennar og stjórnandi hans hrópaði „Frú, þú verður að koma um borð í bátinn, annars muntu drukkna!" Enn svaraði konan, „Nei, Guð hefur hjálpað mér í öllum kringumstæðum og hann mun bjarga mér núna."

Og enn reis vatnið, svo mikið að konan varð að fara út um þakglugga og koma sér fyrir á mæni hússins. Eftir litla stund kom þyrla fljúgandi og sveimaði yfir húsinu. Flugmaðurinn kallaði í hátalara þyrlunnar. „Frú má ég biðja þig um að klifra um borð, annars muntu drukkna." Konan saug upp í nefið og kallaði á mót, „Guð mun bjarga mér."

En vatnið reis hærra og svo fór að konan drukknaði. Hún fór til himins og þar hitti hún Guð og spurði hann. „Hvers vegna bjargaðir þú mér ekki Drottinn?" Guð svaraði, „Hjálpaði ég þér ekki! Ég sendi tvo báta og eina þyrlu en þú þáðir ekki hjálp mína."

Aths. RGB. Þetta er saga sem ég fann á netinu hér: https://bland.is/umraeda/eru-allir-jafnir-bibliusogur-/1327611/

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Verulega góð saga og teygir fram brosið á andliti manns!

21.02.15 @ 20:57
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Heill og sæll Jón og takk fyrir innlitið. Já þessi saga fær mann til að hugsa :)

21.02.15 @ 21:28