« Jón Arason á aftökustaðnumBróðir spyr kristinn bróður um leiðina »

13.09.08

  11:43:27, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 78 orð  
Flokkur: Fósturvernd, Siðferði og samfélag, Unborn children – abortion

Greinar sem snerta lífsverndarmál

Rétt er að benda á eftirfarandi nýlegar greinar mínar sem taka með einum eða öðrum hætti á lífsverndarmálunum í samtíð okkar.

Hvað má sýna unglingum – sannleikann eða fela hann?

Dauðarefsing ófæddra; eða eru þau partur af móðurinni?
og (um varaforsetaefni demókrata): Joe Biden höfðar ekki sterkt til trúaðra kaþólikka nema síður sé! (allkröftug umræða þar um lífsverndarmál).

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jakob Valsson
Jakob Valsson

Þakka þér fyrir þessar góðu og vel skrifuðu greinar, Jón Valur. Hér í Kanada, þar sem ég er búsettur, er nú verið að leggja fram lög í Ontariofylki þar sem læknum og hjúkrunarfúlki verði gert skylt að taka þátt í fóstureyðingum, ella munu þau missa starfsleyfi sín. Hingað til hafa þeir sem ekki hafa viljað taka þátt í fósturmorðum getað biðlað til samviskunnar og neitað að taka þátt, en ef þessi lög fara í gegn þá verður sá möguleiki upprættur með öllu. Auk þess þekki ég til tveggja mála þar sem lífsverndarsinnum var meinað að kynna mál sín í tveimur stórum háskólum á þeim grundvelli að verið væri að ráðast á réttindi kvenna til ad velja í þessum málum. Og allt þetta í landi þar sem fólk stærir sig af því hvað það er umburðarlynt og með opinn huga fyrir öllu og öllum. Guð blessi þig Jón Valur og gefi þér aukið hugrekki til að segja sannleikann.
Jakob Valsson
Church of the Holy Cross
Abbotsfod
British Columbia
Canada

20.09.08 @ 13:00
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Hjartans þakkir fyrir þetta fræðandi innlegg þitt, Jakob. Það er gott að sjá heitan og hispurslausan hug þinn í þessu lífsins máli – og nauðsynlegt að frétta af ástandinu í þessu efni í Kanada og ekkert síður þótt fréttirnar séu slæmar, því að þeim mun fremur mætti þetta verða okkur bænarefni. Jafnvel veraldarhyggjumenn hér heima sjá það kannski sumir hverjir, hve öfgakennd öll þessi fósturdrápsstefna er, þegar þeir lesa um hugarfarið sem þarna er komið upp. Við megum víst búast við þessu og öðru slæmu á síðari tímum, þeim mun fremur ef við nálgumst hina síðustu tíma, því að þá mun “kærleikur alls þorra manna kólna” (Mt.24.12), en jafnframt mun barátta trúarinnar eflast.

Guðs blessun fylgi þér á vegum þínum, Jakob. Endurtaka vil ég þakkir mínar og bið þig að fyrirgefa hve seint ég svara þér.

25.11.08 @ 23:38

This post has 1 feedback awaiting moderation...

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

blogsoft