« „Guð hefur ákveðið að hann þarfnast okkar allra“Kirkjutónlist í RÚV - Sjónvarpi um jólin »

01.01.07

  13:17:09, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 78 orð  
Flokkur: Trúarpælingar

Gleðilegt nýtt ár 2007!

Lesendum kirkju.net eru sendar bestu jóla- og nýársóskir með þakkir fyrir lesturinn og athugasemdirnar á liðnu ári. Á þeim tæplega tveim árum sem liðin eru frá því vefritið hóf göngu sína hefur lestur og innlitstölur vefritisins farið fram úr þeim væntingum sem bornar voru í upphafi. Þetta staðfestir að boðskapur hefðbundinnar kristni er síungur og nýr á alltaf brýnt erindi við samtíð sína.

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Gleðilegt nýtt ár, Ragnar, Jón Rafn og séra Denis, allir aðrir samstarfsmenn okkar hér á Kirkjunetinu (sr. Booth, Sverrir, Pjetur, Torfi og Gunnar F.) og aðrir lesendur. Ég þakka þér um leið, Ragnar, fyrir mikilsvert samstarf á árinu, að ógleymdum honum Jóni Rafni, sem lagt hefur fram svo marga góða pósta á þetta vefsetur, að öðrum ólöstuðum. En frumkvæðið kom frá Ragnari, því skal haldið hér til haga. Megi Kirkju.net áfram vaxa og eflast og eignast fleiri lesendur, Guðs kristni í landinu til styrks og næringar og enn meiri útbreiðslu.

02.01.07 @ 01:04
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Góð eru þessi orð þín, bróðir Ragnar:

Þetta staðfestir að boðskapur hefðbundinnar kristni er síungur og nýr, á alltaf brýnt erindi við samtíð sína.

02.01.07 @ 10:19