« Bæn heil. Tómasar frá AquinoHabemus episcopum!* »

01.01.08

  01:07:53, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 281 orð  
Flokkur: Úr lífi og starfi kirkjunnar, Kaþólskir Íslendingar

Gleðilegt ár! – og af frumkvæði Nonna í sjúkrahúsmálum

Lesendum Kirkjunetsins færum við óskir okkar um blessun Guðs á nýju ári, frið og hjálpræði öllum mönnum til handa.

Í nýbirtri Moggabloggs-grein eftir Gunnar Skúla Ármannsson lækni er sagt frá athyglisverðum þætti séra Jóns Sveinssonar, Nonna, í heilsugæzlumálum hérlendis. Ugglaust þekkja margir kaþólskir til þessa, en vert er að þetta varðveitist hér ásamt með vísan til framhalds hjá höfundinum.

Nonni 150 ára og Landspítalinn
Jón Sveinsson eða Nonni er 150 ára um þessar mundir. Allir þekkja bækur hans og glæstan ritferil. Ég var að lesa um daginn Landspítalabókina sem Gunnar M. Magnússon tók saman. Þar kemur fram að Nonni hafði safnað fé í Evrópu til að byggja holdsveikraspítala á Íslandi. Áður en til þess kom að nýta samskotafé Nonna höfðu danskir Oddfellowar tekið verkið að sér. Þennan sjóð fengu síðan St. Jósefssystur til að byggja Landakotsspítala sem opnaður var 1902. Sjóður Nonna gerði þeim kleift að reisa spítalann á mettíma og þannig ná forystu í spítalarekstri á Íslandi.

Þangað flutti öll kennsla læknaskólans. Því má segja að sértrúarfélag* hafi fóstrað vöggu heilbrigðismála Íslands fram til 1930 þegar Landspítalinn [var] opna[ðu]r. Á þeim tíma rann mörgum til rifja getuleysi íslenskra stjórnvalda við að sinna spítalabyggingum og rekstri fyrir landann. Fannst mörgum aumt að þurfa að þiggja ölmusur af trúfélögum í þessum málum. Kemur fram í Ísafold á þessum tíma eftirfarandi: "Vafalaust er þetta eini höfuðstaður utan hins kaþólska heims, sem lætur kaþólsku kirkjuna sjá sér fyrir sjúkrahæli, í stað þess að gera það sjálfur eða í samlögum við ríkið, landið."

Meira:
HÉR!

* Aths. JVJ: Við kaþólskir könnumst reyndar ekki við, að kaþólska kirkjan með um 51% kristinna manna sé 'sértrúarfélag', enda á Gunnar ugglaust ekki við það, og vissulega var söfnuðurinn hér á landi örsmár um aldamótin 1900.

No feedback yet

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

powered by b2evolution