« Ritningarlesturinn 22. júlí 2006Ritningarlesturinn 21. júlí 2006 »

21.07.06

  19:15:58, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 117 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Glæsileg biskupsmessa í Skálholti

Var að koma úr messunni í Skálholti í dag sem var afar tilkomumikil og kirkjan þéttskipuð fólki, bæði kaþólskum og lúterskum. Vil vekja athygli á merkisritlingi um Ísleif biskup Gissurarson sem kom út í tilefni dagsins og tekið saman af Skúla Sæland. Skúli hefur verið afar vandvirkur við samning verksins. Í reynd er þetta fyrsta sérritið sem gefið hefur verið út um Ísleif biskup. Hér er farið yfir sögu Ísleifs samkvæmt heimildum sem til eru um hann auk þess sem leitað er er fanga hjá helstu fræðimönnum sem hafa fjallað um hann. Einnig er tæpt á helstu álitamálum sem upp hafa komið varðandi lífshlaup hans.

No feedback yet