« Kaþólska fréttasjáin: Vikan 4. júní til 10. júní 2006Trúarvakning í Frakklandi og Québec »

31.05.06

  20:40:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 309 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

Glæpurinn gegn mannkyninu – Kynþáttahyggjan og markviss fækkun jarðarbúa

Ég vil vekja athygli fólks á því að nú er bók Pauls Jalsevacs
komin út á íslensku og er fyrirliggjandi á Vefrit Karmels. Í bókinni rekur Paul sögu kynþáttahyggjunnar eins og hún birtist fyrst í dómsdagsspá breska hagfræðingsins Thomasar Malthusar árið 1793 sem lagði fram kenningu sína um að fjölgun mannkynsins gæti aldrei haldist í hendur við matvælaframleiðsluna og því yrðu stjórnvöld að grípa til markvissra aðgerða til að útrýma „óæskilegri íbúafjölgun.“

Paul rekur í bókinni hvernig kenningar Thomasar heltóku
hugi ráðamanna á Vesturlöndum og hvernig þær birtust bæði í kynbótastefnunni, vönunum á fólki og skefjalausum fóstureyðingum á tuttugustu öldinni. Hann rekur hvernig Malthusisminn fór eins og eldur í sinu um Bandaríkin og Hitlersþýskaland og sýnir með óhrekjandi rökum hvernig Margaret Sanger, stofnandi Planned Parenthood, varð
heltekin af þessari hugmyndafræði ekki síður en ráðandi öfl á Vesturlöndum
enn í dag.

Allt gerist þetta þrátt fyrir að Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna hafi lýst því afdráttarlaust yfir að á síðustu 40 árum hafi matvælaframleiðslan tvöfaldast og jörðin gæti í
ljósi þessa séð 35 milljörðum manna fyrir nægilegu lífsviðurværi. [1] Paul sýnir fram á að orsakir markvissar fækkunar íbúa jarðar með skefjalausum fóstureyðingum megi rekja til kynþátta- og mannhaturs ráðandi afla í hinum vestræna heimi á sviði stjórnmála og efnahagslífs.

Bók hans hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum meðal lífsverndarsinna og því hvet ég alla „pro-life“ sinna til að kynna sér efni hennar.

Hún er á prentvænu pdf formati og því góð til útprentunar á laserprentara.

[1]. Eamonn Keane, Population and Development (Forestville Printing, 1999), 10.

13 athugasemdir

Lárus Viðar Lárusson

Þótt eitthvað sé mögulegt, er ekki þar með það sagt að það sé æskilegt. Ef fólksfjöldi jarðarinnar færi upp í 35 milljarða þá getum við nú kvatt flest allt það sem heitir villt náttúra. Mengunarvandamál núverandi fólksfjölda eru geigvænleg, ef hann ætti eftir að fimmfaldast þá væri það viðurstyggilegt að horfa uppá.

Meðan að hungursneyðir geysa og tugmilljónir svelta, þá er allt tal um að fólksfjölgun sé æskileg ábyrgðarlaust.

31.05.06 @ 22:56
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Heill og sæll, Jón Rafn. Alltaf kemur þú mér meir og meir á óvart. Þetta rit, sem þú hefur nú þýtt og sett á netið í bókarformi, 99 bls. að stærð, er afar merkur viðburður fyrir alla þá, sem fást við þau fræði sem tengjast kynþáttahyggju, mannfræði, kynræktarhyggju (eugenics), fóstureyðingum og vönunum. Hér hefur þú nú komið á framfæri vönduðu og afar yfirlitsríku riti sem tekur á þessum málum í dýpt og fjallar um þau með ýtarlegum tilvísunum í heimildir. Þótt sjálfur hafi ég talið mig sæmilega upplýstan um þau mál, t.a.m. um hlut Margaretar Sanger, verð ég nú að fara að læra upp á nýtt, afla mér enn meiri þekkingar. Ég hef aðeins ‘flett’ í gegnum ritið og lesið hér og þar, en hvar sem ég rýni í það, sé ég, að þetta rit mun ég lesa af spenningi eins og læsilegasta skáldverk, þótt það sé reyndar því miður ekki skáldskapur, svo hörmulegt er innihald þess. Meðal þess, sem ég var mér ekki meðvitaður um eða búinn að gleyma, var áhugi og þáttur Eisenhowers og Trumans í þessum málefnum, en margir aðrir frægir menn og leiðtogar, jafnvel Nehru, létu glepjast af ísmeygilegum áróðri M. Sanger. Það er fengur að því að hafa þarna “á prenti” hennar eigin orð sem afhjúpa mannfyrirlitningu þá sem fólgin var í stefnu hennar – stefnu sem enn virðist tengjast Planned Parenthood, samtökum sem við höfum heyrt af hér á Kirkjunetinu, ekki sízt fyrir þín orð, Jón, – samtökum sem enn eru hryllilega afkastamikil við slátrun ófæddra barna og eiga sér, þótt leitt sé frá að segja, útibú hér á Íslandi í formi FUKOB (’Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir‘). Skyldu þau samtök ekki vera búin að tryggja sér peningastraum af spenum ríkisvalds og bleiku borgarinnar okkar (rétt eins og samtök homma og lesbía, sem hafa kríað út á þriðja milljónatug á tiltölulega fáum árum)? Hvernig stendur á því, kæri bróðir, að eyðileggingaröfl eins og málsvarar [1] og samverkamenn fósturdrápara ná svona langt, meðan alger fjárskortur háir allri baráttu okkar fyrir lífverndarmálstaðinn?

Þrátt fyrir vissa hnökra á textafrágangi verksins (þ-in í ‘alþjóðlegur’ og ‘kynþáttahyggja’ virðast t.d. jafnan falla út, og ð kemur í staðinn, auk ásláttarvillna), þá virðist mér málið gott og skýrt á textanum, en til er ég að fara yfir hann með þér.

Kippum okkur svo ekki upp við, að Vantrúarmaðurinn Lárus Viðar sé að glefsa hér í verk þitt og hugsjón. Það er dæmigert, þegar bent er á, að jörðin gæti brauðfætt margfalt fleiri en hana byggja nú, að þá skuli svar trúleysingjans ekki bera með sér neina iðrun vegna þeirrar manndráps- og kynþáttahatursstefnu sem hefur saxað niður milljónir mannslífa, heldur skuli hann svara af blygðunarlausri kokhreysti og næstum biðja um meira af sömu valdbeitingunni! – En við skulum fyrirgefa honum, hann vissi sennilega ekki hvað hann var að segja með þessum orðum sínum, enda vefgrein þín þessi þá nýbúin að birtast hér í kvöld, þannig að vart hefur honum gefizt tími til að kynna sér bók Jalsevacs að neinu gagni og t.d. þá staðreynd, sem þar er áberandi, að útrýmingarstefna M. Sanger beindist sérstaklega að “óæðri kynþáttum” í Bandaríkjunum og víðar. Tengsl þessarar stefnu við nazismann máttu fyrir löngu koma skýrt fram í dagsljósið. Þökk sé þér fyrir þinn hlut að þeirri afhjúpun, bróðir Jón.
___________
[1] Hér innifel ég líka ‘Ástráðs’-piltana, sem mæltu svo eindregið með fósturdeyðingum undir fegrunarheitinu ‘meðgöngurof’ í Mbl. 24. marz 2006, sbr. aths. mína á annarri vefsíðu hér (o.fl. þar á undan og eftir), þar sem m.a. kemur ýmislegt fram um ‘kostun’ þeirra.

31.05.06 @ 23:10
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Svo er málið auðvitað ekki það, að mannfjölgun stefni upp í 35 milljarða, heldur hitt, að jörðin getur vel brauðfætt þessa rúmu sex milljarða, sem hana byggja nú, og margfalt það. Sú staðreynd setur milljarðaeyðslu Planned Parenthood og annarra af sama sauðahúsi (jafnvel margra ríkisstjórna eins og Clintons og Breta) til útrýmingar milljónatuga hinna ófæddu í afar ógeðfellt sviðsljós.

01.06.06 @ 00:03
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þakka þér fyrir bróðir Jón Valur. Ég er búinn að laga þessa hnökra sem rekja má til skráarflutnings á milli forrita. Vona að þetta sé í lagi núna.

Hvað áhrærir yfirlýsingu Lárusar Viðars þá bendi ég honum á NFP (hina náttúrlegu eða sjálfgefnu fjölskylduáætlanir) í lok bókarinnar. Andstæðingar kirkjunnar núa henni sífellt um nasir að hún vilji eða telji enga þörf á fjölskylduáætlunum. Þetta er alrangt.

Kirkjan vill ekki að hjón eignist börn sem það getur ekki alið önn fyrir. En að ganga fram gagnvart mannkyninu með sudduhætti þeim og mannhatri sem Planned Parenthood hefur gert þar sem slóðin er vörðuð morðum á milljarði ófæddra barna á s. l. tveimur áratugum sver sig í ætt við hugsjónir stofnanda þeirra, frú Margaret Sangers, blóðböðulsins mikla.

Hitler, Stalín og Pol Pot eru „pelabörn“ í faginu miðað við mannhatur hennar og samtaka hennar og stuðningssveina. Ekki meira um það að sinni.

En hvarflar það ekki að Lárusi Viðari að þá eymd sem er viðvarandi í heiminum megi útskýra með framkomu þessa fólks á alþjóðavettvangi? Telur hann ef til vill ekki að unnt hefði verið að verja þeim milljörðum dala, sem Íbúafækkunarbandalagið hefur varið til að myrða börn um allan heim og gelda íbúa Þriðja heims landanna, betur?

Telur hann það ekki hafa verið affarasæla að þau 24.000 börn sem myrt hafa verið á Íslandi væru enn á lífi þjóð og landi til heilla?

01.06.06 @ 06:01
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Einmitt. – En svo segirðu eitt þarna ofar: “Kirkjan vill ekki að hjón eignist börn sem það getur ekki alið önn fyrir.” Það er alveg rétt hjá þér, en í þeirri merkingu auðvitað, að hún vill ekki að fólk “búi þau til.” En ef þau eru orðin til í móðurlífi, vill kirkjan að sjálfsögðu að fólk eignist (fæði) þau, eins og þú ert mér vitaskuld sammála um.

01.06.06 @ 07:30
Lárus Viðar Lárusson

En hvarflar það ekki að Lárusi Viðari að þá eymd sem er viðvarandi í heiminum megi útskýra með framkomu þessa fólks á alþjóðavettvangi? Telur hann ef til vill ekki að unnt hefði verið að verja þeim milljörðum dala sem Íbúafækkunarbandalagið hefur varið til að myrða börn um allan heim og gelda íbúa Þriðja heims landanna betur?

Misskipting auðs er stærsta vandamálið. Ef benda ætti á eitthvað eitt atriði þar sem fjármunum er kastað á glæ, þá nefni ég fyrst botnlaus hernaðarútgjöld Vesturlanda sem og annara heimshluta.

Með innleggi mínu vildi ég benda á að víða er offjölgun fólks vandamál. T.d. var ég í Afríku fyrr á þessu ári, Kenýa nánar tiltekið meðan hungursneyð ríkti í NA-hluta landsins. Þar fór ég og heimsótti yfirfull munaðarleysingjahæli, þar sem börn alast upp í örbirgð og mörg þeirra ná aldrei fullorðinsaldri vegna bágra aðstæðna.

Held reyndar að við séum ekki að ræða sama hlutinn, ég var ekki að tala um fóstureyðingar heldur þau vandamál sem offjölgun mannkyns hefur í för með sér. Það skiptir mig litlu þótt að hægt sé að reikna út að hægt sé að brauðfæða 35 milljarða jarðarbúa þegar ekki hefur tekist betur til með þá 6,5 milljarða eins og raun ber vitni. Einnig til að brauðfæða 35 millljarða grunar mig að ryðja þurfi burt skógum og villtri náttúru til að nauðsynlegt ræktunarland fáist. Nóg hefur verið eyðilagt hingað til vegna rányrkju mannsins.

Vil benda á athyglisverða síðu að lokum þar sem hægt er að sjá fólksfjölgunina í rauntíma, einnig fóstureyðingarnar. Þegar horft er á þessar tölur sé ég ekki hvar fólksfækkunarvandamálið liggur.

01.06.06 @ 07:48
Lárus Viðar Lárusson

Slóðin á síðuna átti að vera http://www.worldometers.info/.

01.06.06 @ 07:50
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ef talan 944.935.000 (fjöldi myrtra barna s. l. tvo áratugi) kemur ekki nægilega vel út í línuritafræðum þínum, Lárus Viðar, þá er það þitt vandamál en ekki mitt.

Þú virðist aðhyllast sömu hugmyndafræðina og Rockefeller III þegar hann sá fátæk börn í vanþróuðu löndunum: AÐ VERJA AUÐÆFUM SÍNUM TIL AÐ MYRÐA ÞAU!

Annars er alveg nóg að sjá biðröðina hjá Mæðrastyrksnefnd. Ef til vill viltu myrða þetta fólk líka „a la mode Margaret Sanger“?

Þetta kalla ég siðvillu!

Hverjir skyldu standa að baki vígbúnaðarkapphlaupinu nema þeir sem framleiða vopnin og selja þau síðan til að nota ágóðann síðan til að myrða enn fleiri með fóstureyðingaræðinu.

DAUÐAMENNINGIN ER SJÁLFRI SÉR EKKI ÓSAMKVÆM: AÐ DEYÐA!

01.06.06 @ 08:29
Lárus Viðar Lárusson

Það er nú ómálefnalegt að saka mig um að aðhyllast einhverja dauðamenningu þó að ég hafi bent á að offjölgun mannkyns á sumum stöðum hafi leitt til ófarnaðar.

Hélt að umræðurnar hér væru á aðeins hærra stigi en þetta. Hróp gerð að mönnum fyrir það eitt að vera ósammála. Hvernig dettur þér í hug að ég vilji drepa fólk í biðröð hjá Mæðrastyrksnefnd?

01.06.06 @ 08:48
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Aðferðir Margaretar Sanger voru nú ekki fólgnar í slíku. En ert þú, Lárus Viðar, reiðubúinn að fordæma þótt ekki sé nema eitthvað tiltekið af þeim aðferðum sem hún beitti? Þannig geturðu hreinsað þig af öllum hugsanlegum grunsemdum um samúð þína með þeirri dauða’menningu’ sem hér um ræðir. Þær aðferðir hennar geturðu kynnt þér í bók Jalsevacs, sem Jón Rafn vísar okkur á í greininni hér í byrjun. Og fyrirgefðu, ef ég særði þig eða móðgaði.

01.06.06 @ 12:44
Lárus Viðar Lárusson

Orðum mínum var ekki beint að þér Jón Valur, enda engin ástæða til.

Að sjálfsögðu er ég andvígur öllu ofbeldi og misbeitingu valds. Ég hef ekki lesið bók Jalsevacs en ég renni yfir hana við tækifæri.

Held reyndar að við séum að tala dálítið í kross. Vildi bara benda á að þótt að hægt sé að reikna það út að matvælaframleiðsla hnattrænt séð gæti dugað mörgum milljörðum til framfæris þá eru líka fleiri þættir sem spila inn í. Hver einstaklingur þarf aðgang að heilsugæslu, vatnsbólum, orkugjöfum, menntun o.s.frv. Þessar auðlindir eru ekki ótakmarkaðar og meðan jafnmargir búa við skort sem raun ber vitni, þá get ég ekki séð hvar fólksfækkunarvandamálið liggur. Sérstaklega þegar jarðarbúum fjölgar jafn ört og í dag.

Þetta er líka spurning um hversu langt við viljum ganga á auðlindir náttúrunnar. Höfum við rétt til þess að gjörnýta hvern blett á jörðinni, einungis fyrir manninn?

Síðan sem ég benti á gerir ráð fyrir að um rúmlega 20 þús manns hafi orðið hungurmorða, bara í dag, og talan á eftir að hækka mikið fram að miðnætti. Það er hryllileg staðreynd og umhugsunarverð.

01.06.06 @ 13:36
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Já Lárus Viðar, skelfilegar tölur. 124 000 ófædd börn eru myrt á hverjum sólahring, allan ársins hring, að helgidögum meðtöldum. Er einhver að tala um að láta hausinn standa upp úr blóði?

Ef hver fóstureyðing á Vesturlöndum kostar sléttar 365.000 krónur, mætti brauðfæða marga á þeirri upphæð sem varið er til slíks árlega.

Í bókinni hans Pauls kemur fram að 20 milljörðum dala hafa verið varið í slíka iðju síðan Alþjóðabankinn gekk til samstarfs við Íbúafækkunarbandalag Margrétar Sangers.

01.06.06 @ 15:09
Guðmundur D. Haraldsson

Talandi um að vanti peninga til að brauðfæða…

Hvernig skyldi landslagið á íslandi breytast ef við hættum öll að keyra á okkar eigin 1,5-2 tonna stáldrekum í vinnuna og tökum frekar lest knúna af rafmagni?

Bara pæling.

01.06.06 @ 18:12