« Móðir Teresa frá Kalkútta: Fjölskylda sem biður saman mun ekki tvístrastÁ Spáni eru faðir og móðir orðin að „Sæðisgjafi A og B“ »

11.03.06

  17:21:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 523 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Giftir ins Helga Anda

Heilagt guðspjall Jesú Krists á Drottins degi þann 12. mars er úr Markúsarguðsjalli 9. 2-10

Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes og fer með þá upp á hátt fjall, að þeir væru einir saman. Þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra, og klæði hans urðu fannhvít og skínandi, og fær enginn bleikir á jörðu svo hvítt gjört. Og þeim birtist Elía ásamt Móse, og voru þeir á tali við Jesú. Þá tekur Pétur til máls og segir við Jesú: "Rabbí, gott er, að vér erum hér. Gjörum þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina." Hann vissi ekki, hvað hann átti að segja, enda urðu þeir mjög skelfdir. Þá kom ský og skyggði yfir þá, og rödd kom úr skýinu: "Þessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann!" Og snögglega, þegar þeir litu í kring, sáu þeir engan framar hjá sér nema Jesú einan. Á leiðinni ofan fjallið bannaði hann þeim að segja nokkrum frá því, er þeir höfðu séð, fyrr en Mannssonurinn væri risinn upp frá dauðum. Þeir festu orðin í minni og ræddu um, hvað væri að rísa upp frá dauðum.

Giftir ins Helga Anda
Sjö eru geislar hans taldir. Inn fyrsti er spektar geisli. Þann værim vér eigi án að hafa fyr því, að aldregi verður manni svo gjörla kennt, að eigi þyrfti hann nakkvað, að kenna umfram. Sá er og sannlega spakur, er hann vill meira meta himneska hluti en jarðlega. Annar heitir skilningsgeisli. Þá fáum vér þann geisla, ef vér kunnum greiningar góðs og ills og viljum eftir góðu hverfa. Inn þriðji er ráðs geisli. Þá öðlumst vér hann. ef vér rösum að engu svo skjótt, að eigi leitimst vér fyrir, hve hæfa mun, þá er oss kemur í hug, og ráðum hverjum heilt, ef vér kunnum heldur sjá en annar. Inn fjórði er styrks geisli. Þá öðlumst vér hann, ef vér víkjum eigi af Guðs götu fyr stranga hluti né hægja. Fimmti er fróðleiks geisli. Þá hljótum vér hann, ef vér viljum kostgæfa að vita sem flest það, er betra er að vita en án að vera, og látum aðra ná að nema að oss og gjöldum það Guði, er hann á að oss, en það mönnum, er þeir eiga. Mildi Guðs heitir inn sétti. Þá höfum vér hann, er vér venjumst góðum hlutum sjálfir og eggjum aðra til góðs. Inn sjöundi er hræðslu geisli. Þá njótum vér þess geisla, er vér virðum sem er, að ógurlegt er að gera í gegn Guði, því að hann má sínum óvinum steypa í helvíti, og kemur þar, er það vill hann, ef vér viljum eigi afturhvarfs leita. [1]

[1]. Hómilíubók, bls. 32-33.

No feedback yet